Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 85
SKEEZER, HUNDURINN SEM LÆKNAÐI
83
af leikföngum en nokkur annar drengur
hérna”
Bentley klemmdi saman varirnar. Hann
þekkti svikin loforð miklu betur en þau,
sem voru haldin.
,,Látið hann bara vinna í leikjum og
svoleiðis,” sagði faðir hans lágróma við
fröken Williams. ,,Ef þið gerið það
ekki, verður hann erfiður.”
Fröken Williams þekkti vel svona ráð-
leggingar frá foreldrum, gefin á síðustu
mínútu. ,,Kannski getum við líka hjálpað
honum aðTAPA í leikjum,” svaraði hún.
Það heyrðist ekkert frá föður Bentleys
næstu sex mánuðina, ekki einu sinni á
jólunum. En Bentley tók framförum við
þjálfunina. Honum tókst að hafa meiri
hemil á skapi sínu og þó hann vildi ennþá
vinna I leikjum, komst hann að þeirri
niðurstöðu, að það var ekki alltaf nauð-
synlegt. Starfsfólkið áleit, að nú væri hægt
að útskrifa hann. Faðir hans var nýlega
giftur aftur: hann gat snúið til raunveru-
legs heimilis. Þegar faðir Bentleys kom
til að sækja hann, heilsaði hann honum
með ósvikinni ánægju.
Eftir átján mánuði var Bentley kom-
inn aftur til CPH. Stjúpmóðir hans
hafði gengið að heiman einn daginn,
alveg eins og móðir hans hafði gert.
Faðir hans var ófær um að hugsa um
hann. Sum börnin, sem hann hafði kynnst
þarna áður, voru ennþá á staðnum, og
hann þekkti Skeezer. Hann heilsaði
tveimur fyrrverandi vinum sínum með því
að slá þá utanundir.
,,Ertu þarna ennþá, druslan þín,”
sagði hann og sparkaði í Skeezer.
Drengirnir fóru að slást og einn
þeirra, sem hét Aron hrópaði: ,,Þú getur
gert það við mig, sern þú vilt, en þú skalt
ekki meiða Skeezer. ”Hann hafði Bentley
undir á gólfinu og lumbraði þar á honum.
Rosey Ann og önnur stúlka æptu upp
yfir sig. Skeezer kom sér út af hættusvæð-
inu og horfði á, þegar starfsfókið blandaði
sér í þvöguna og skildi drengina að.
Seinna sátu dréngirnir á gólfinu.