Úrval - 01.01.1976, Síða 87
SKEEZER, HUNDURINN SEM LÆKNAÐI
85
a& spilunum, sem hún var byrjuð að
raða. „Hvað var það sem skeði I leik-
fimisalnum, Bentley?”
,,Það var ailt Pétri að kenna. Hann
heldur að hann sé svo mikill, af því
að pabbi hans heimsótti hann I dag.”
Fingur Bentleys skulfu, þegar hann
byrjaði að raða spilunum. ,,Mér er alveg
sama, þótt pabbi minn komi ALDREI
að heimsækja mig. Hann er tík. Það er
það, sem hann er.”
„Bentley, á örskammri stund hefurðu
nú kallað þrjár manneskjur tíkur. Veistu,
hvað orðið þýðir?”
Hissa á, að hún skyldi nota orð, sem
honum hafði verið kennt, I FFKK lyfti
hann höfðinu og sagði: „Nei.”
,,Tík er kvenkynshundur.
Bentley starði á hana. Hann ætlaði ekki
að geta trúað því, sem fröken Williams
var að segja — en hún var ein þeirra
fáu, sem hægt var að treysta. Hann hall-
aði sér I átt tii hennar og lagði skjálfandi
hendi á hné hennar. „Þú átt við að
SKEEZER sé tík?”
, Já.” Fröken Williams brosti og klapp-
aði drengnum hlýlega.
Dyrnar fyrir enda forstofunnar opnuð-
ust og börnin streymdu inn. Hlátur og
köll blönduðust gelti Skeezers. „Það er
kominn kvöldmatur, Bentley,” sagði ein
hjúkrunarkonan.
Fáum stundum síðar var þessi hávaða-
sama deild hljóð. Það var búið að slökkva
ljósin, nema á skrifstofu hjúkrunarkvenn-
anna og herbergi starfsfólksins, þar sem
fjórir þjálfarar voru að fá sér kaffi og
skrifa niður athugasemdir. Eina hijóðið,
sem heyrðist, var kunnuglegt, það var
fótatak Skeezers, þegar hún trítlaði eftir
gólfinu á eftirlitsferð sinni. Hún hikaði
við dyrnar hjá Bentiey. Hún krækti rólega
framhjá hindrun, sem á veginum varð.
svo lagði hún hausinn á koddann, rétt
hjá höfði Bentleys og beið átekta.
„Skeezer,” hvíslaði hann. Hann lagði
handlegginn utan um háls hennar.
„Gamla tlkin þín.”
Skeezer hnusaði af honum, svo fór hún
slna leið.
Seinna kom fröken Wiliiams I dyrnar
hjá Bentley. Áður en hann fór að sofa
hafði hann sett tvo stóla inn I herbergið
strengt snæri á milli þeirra til hindrunar.
Á snærinu hafði verið komið fyrir skilti,
sem á stóð með stórum stöfum: „Allir
nema Skeezer hypji sig burt. Ég hata
ykkur.”
Hún tók snærið niður og vatt það upp
I hönk. Það gat verið að Bentley myndi
ekkert eftir þvl hvað hann hafði verið að
gera, eða hversvegna, þegar hann vaknaði
I fyrramálið. Hún stóð við rúm hans og
horfði á fölt andlitið, hárið var ennþá
blautt eftir sturtubaðið. „Honum llður
betur núna,” hugsaði hún. Skeezer hafði
unnið sitt verk þennan daginn.
FYRIRMYNDARMAMMA.
Þegar Skeezer var eins og hálfs árs, átti
hún sérstakan vin. Það var síberíuhund-
ur, Chukchis að nafni, sem læknanemi
við sjúkrahúsið átti. Chuckhis kom oft til
að ærslast með Skeezer á leikvellinum
fyrir framan CPH. Dag nokkurn tilkynnti
fröken Williams, að Skeezer og Chukchis
ættu von á afkvæmum: Skeezer var
hvoipafull og meðgöngutlminn myndi
verða 63 dagar.
„Hvað eigum við að gera við hvolpana?
spurði drengur nokkur Tómas að nafni.
„Það blða góð heimili eftir þeim
öllum.
Það voru gerð merki á dagatalið, og
Skeezer var veitt meiri athygli en nokkru
sin.ni fyrr. Skeezer átti sitt eigið hús, sem
hún hafði fengið strax og hún kom til