Úrval - 01.01.1976, Page 99
97
armanna. Fólk þetta fer í afskekktustu
mannabyggðir, talar við fólkið og gyllir
fyrir því kosti kúabólusetningar. I Ind-
landi hefur verið heitið peningaverð-
launum fyrir upplýsingar um kúabólutil-
felli. Þetta fólk ferðast um með þyrlum,
á ösnum og öllu tiltæku, til þess að bólu-
setja sem allra flesta og koma I veg fyrir,
að sjúkdómurinn geti nokkurs staðar átt
sér griðland.
Newsday.
ÚLFALDAR ELDRI HÚSDÝR EN HESTAR.
Fornleifafræðingar halda því .fram, að úlfaldar hafi verið notaðir sem burð-
ardýr á undan hestinum,-og byggja þeir þessa kenningu á rannsókn forn-
minja sem fundust í suðurhluta sovétlýðveldisins Turkmeníu í Mið-Asíu.
Við Aitjn-Depe hafa fundist likön af vögnum með úlföldum spenntum fyrir,
leikfangadýr sem greinilega eiga að tákna úlfalda, svo og úlfaldabeiri frá
því um 2000 árum fyrir Krist. Menjar um hesta finnast ekki fyrr en frá
síðari timum.
Það eru sérfræðingar frá fornleifafræðistofnunni í Leningrad sem hafa unnið
að uppgreftrinum, og hefur hann gefið fullkomna mynd af lífi og þjóðfélags-
háttum i þessari stóru bronsaldarbyggð. Þorp þetta hefur sennilega verið
efnahagsleg og stjórnarfarsleg miðstöð stærra landsvæðis.
Nú er unnið að rannsókn dularfullra tákna sem fundust á dýrabeinum.
Fornleifafræðingarnir telja, að hér sé um að ræða myndletur, sem var fyrsta
stig skriftarþróunarinnar.
APN.
ATHYGLISVERÐUR FORNLEIFAFUNDUR.
Leiðangur sovéskra fornleifafræðinga, sem í sjö ár samfleitt hefur stundað
uppgröft í Irak, hefur fundið ný og áhugaverð atriði í sögu siðmenningarinnar.
Hafa þeir fundið gripi úr málmi, sem eru mörg þúsund ára gamlir. Sérsaklega
áhugavert er safn nokkurra líkneskja, sex kvenlíkneskja og tveggja dýra-
líkneskja.
Leiðangurinn hefur og grafið upp nokkra hauga, þar sem einnig fannst
ýmislegt markvert. Það kom I Ijós, að á þessum slóðum voru hinir dauðu grafnir
beint undir húsunum I stórum kerjum. Meðal annars var rannsökuð
barnsgröf. Barnið lá I keri og við fótaendann stóð leirskál með mat, á botni
hennar lágu nokkur dýrabein. Um hálsinn hafði barnið keðju með gegnum-
boruðum skeljum, steinum og koparkúlum. Þessar kúlur eru elstu munir úr
kopar. sem fundist hafa á þessum slóðum Irak; sem áður hét mesopstamía —
landið milli Eufart og Tigris.
Af öðru sem fundist hefur má nefna elstu málmpressu sem fundist hefur.
Var hún einnig úr kopar.
Þetta ætti að vera sönnun fyrir þvl, að sú skoðun, sem áður hefur verið
ríkjandi. jð málmar hafi fyrst verið teknir í notkun um mitt f)órða árþúsundið
fyrir okkar tímatal, fær ekki staðist. Mennirnir tóku að vinna málma a.m.k.
þúsund árum fyrr.
APN