Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 104

Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 104
102 ÚRVAL hann. ,,Mér er fjandans sama hvaða álit þú hefur á mér sem Harry S. Truman, en mér er ekki sama hvernig þú kemur fram við mig sem forseta Bandaríkjanna, því það er ég þó fjandakornið!” MacArthur sagðist ætla að vera kominn með hermenn sina heim fyrir jól. En hann hefur víst líka gleymt að ráðfæra sig við kínverjana, því það var akkúrat á jólun- um, sem þeir iétu til skarar skríða. Þeir gerðu okkur lifið fjarskalegá leitt. Auðvitað gaf MacArthur út þá yfirlýsingu, að við hefðum getað unnið, ef ég hefði leyft honum að fara sínu fram. Það munaði minnstu, að við töpuðum I Kóreu, en við löfðum, og loks gátum við látið áttunda herinn gera gagnárás. Hægt,*og með miklum erfiðismunum og griðarlegu mannfalli þumlunguðum við okkur upp eftir Kóreuskaganum, og svo var að sjá, sem hillti undir vopnahlé. Ég fór fram á vopnahlésviðræður gegnum Sameinuðu þjóðirnar. En þrátt fyrir marg- ítrekuð fyrirmæli MacArthurs um að tala við mig fyrst, hélt hann uppteknum hætti að tala við alla nema mig. Hann gaf I skyn, að hann ætlaði að snúa sér að meginlandi Kína og gera loftárásir á iðn- aðarmiðstöðvar landsins. Ég gat ekki lengur þolað þessa öhlýðni. Hefði ég gert það, hefði ég látið borgaralega stjórnun hersins, sem á að vera í höndum ríkisstjórnarinnar, I hendur hernum, og það ætlaði ég ekki að gera. En ég gerði það ekki með glöðu geði að reka MacArthur. Hans vandamál var það, að geta aldrei skilið, að það var ekki Harry S. Truman, sem hann var að berjast við. Það var forseti Bandarikjanna. Honum fannst það koma nákvæmlega út á eitt, skipta engu máli, hvað snerti stjórnarskrána okkar. Að vísu lenti ég skömmu seinna upp á kant við stjórnarskrána sjálfur, þegar ég ætlaði að láta herinn yfirtaka stálbræðsl- urnar I vinnudeilum. Ég taidi, að það myndi spilla fyrir okkur í Kóreu, ef þeim yrði lokað. Nú, hæstiréttur sagði, að ég hefði engan stjórnarskrárlegan rétt til að gera þetta, og ég varð að beygja mig eins og aðrir. Stríð eða strið ekki, stjórnarskráin stendur við sitt. Og þannig á það líka að vera. Lögin eru fyrir alla I þessu landi. Annað vandamál mitt var Joseph McCarthy. Auðvitað réðist ég á þetta mislukkaðasta eintak skaparans hvenær, sem ég fékk tækifæri til. Ég mátti til. Hann sagði, að I stjórn minni væru karlar og konur með munn svikarans. Sannleikurinn er sá, að ef maður lætur svona niðurrifsraddir leika lausum hala, getur lýðveldið ekki staðist. Ég varð að þagga niður I þessari eiturtungu, en hvar átti uppskurðurinn að fara fram? Jú, Boston. Þar var McCarthy alltaf vinsæll. Og þegar ég gekk inn í Sinfóníuhöll- ina um kvöldið, get ég með sanni sagt, að ég var undir það búinn að gefa ærlegan konsert. „Kommúnismi,” sagði ég, ,,er ógnun, sem við verðum öll að vera á varðbergi gegn, en hún má aldrei koma okkur til að efast hvoru um annað. Séu kommúnistar I ráðuneyti mínu, verður þeim fleygt þaðan út jafnskjótt og upp kemst. En þeim verður ekki fleygt út nema að undangenginni lög- legri rannsókn né án þess að fullnægjandi sannanir liggi fyrir. Þvl það veit guð, að ég trúi á mannréttindayfirlýsingu stjórn- arskrár Bandaríkjanna!” Ég skal segja ykkur það, að þetta er mikilfenglegt land, byggt stórbrotnu fóki. Hafið þið gert ykkur Ijóst, að þetta er eina þjóðin, sem nokkurn tlma I mannkyns-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.