Úrval - 01.01.1976, Side 105
,,LÁTTU ÞÁ HÁFA ÞAÐ, HARRY!”
103
söguoni hefur rétt öllum heiminum hjálp-
arhönd, þar með talið óvinum sínum?
Framtíðin? Um hana hef ég enga hug-
mynd. Eg er ekki spámaður.
Eitt veit ég þó: Við verðum að róta við
æsku landsins. Við verðum að kenna
henni að hrífast af sögu landsins og af
framtíðinni. Það er allt í lagi með börn á
fermingaraldri, en æði mörg þeirra, sem
lengra eru komin, halda að þau hafi
höndlað stórasannleikann. Ég er alltaf að
reyna að segja þeim, að það sem máli
skiptir er það, sem þú lærir, þegar þú
hefur lært allt.
Nú er komin sú stund, að ég verð að
yfirgefa þennan póst. Einn af feðrunum,
Benjamin Franklin, fjallaði einmitt um
þessa stund. Hann sagði: ,,f frjálsu sam-
félagi eru stjórnendurnir þjónar. Fólkið er
yfirboðarar þeirra. Þess vegna er það ekki
stöðuiækkun fyrir hina fyrrnefndu að
hverfa aftur til hinna slðarnefndu. Það er
stöðuhækkun. ”
Mín stöðuhækkun er að verða einn af
ykkur.
NÝTT HÚSDÝR — BLENDINGUR AF KO OG VfSUNDI.
Kvikfjárræktarsérfræðingar í Vologda 1 norðan verðu Rússneska sambands-
lýðveldinu, sem er miðstöð stðrs héraðs sem er þekkt fyrir mjólkurkúakyn sitt,
vinna nú að athyglisverðum tilraunum. Reyna þeir að rækta kynblendinga
undan venjulegri kú og vísundi, sem eiga að erfa bestu eiginleika þeirra beggja:
Mjólkurhæfni kúakynsins og hóphyggju, og hörku, þolni, skjótan og mikinn
vöxt hins vilta' vlsundar.
Þegar hefur fengist nokkur reynsla af þessum fyrstu tilraunum. Kynblend-
ingurinn Fevronia er t.d. í senn bæði lík og óltk venjulegri kú. Hún er stærri,
með blásvart og dúnmjúkt þel. Herðakryppan sést varla, fæturnir eru hvltir og
hún hefur bein, hvöss horn.
En tilrauninni er ekki lokið. Fevronia, sem er fyrsti kynblendingurtnn, og
fleiri sem á eftir komu, eiga að bera 1 haust, og menn vona að það takist að tækta
heilan hóp. Árangurinn til þessa gefur góðar vonir. Sem dæmi má nefna, að
kynblendingar, sem ekki eru teknir frá móðursinni tíu fyrstu dagana, þroskast
betur en aðrir kálfar, og síðar dafna þeir betur á venjulegu gróffóðri heldur en
dýr sem hafa mun betra fóður.
Kynblendingskálfarnir virðast ekki næmir fyrir kulda. Nálega strax eftir
fæðingu ge.^ þeir drukkið ísvatn, en það myndi drepa venjulega kálfa.
Enn er of snemmt að segja nokkuð um mjólkurhæfni kynblendinganna. Það
hefur nefnilega enginn þeirra enn mjólkað, en af nokkrum mjóikurdropum,
sem fengist hafa, má ráða, að fituinnihald mjðlkurinnar sé 6 prósent. En að
loknum burðinum í haust verður hægt að segja til um það, itve gott mjólkurkyn
þetta verður.
APN