Úrval - 01.01.1976, Page 108

Úrval - 01.01.1976, Page 108
106 ÚRVAL Af 35 milljónum Ibúa landsins búa sjö prósent í Istanbul, og þriðji hluti utanrík- isverslunarinnar fer um hafnir borgarinn- ar. Frá því í eldgamla daga fer öll verslun I Istanbul fram á ógnarstórum markaðs- miðstöðvum, svokölluðum bösurum. Sá merkilegasti er Stóri basarinn, sem stofn- aður var fyrir fimm öldum, og hinn þriggja alda gamli Egypski markaður. Báðir eru í þeim hluta, sem er hinn upprunalegi Byzans. Aðrir borgarhlutar eru Skutari, Galata (næst-elsti hluti borg- arinnar) og Ibúðarhverfið Beyoglu, áður Pera. Stóri basarinn er stórkostlegt völ- undarhús gatna og sunda — 185 þúsund fermetrar samtals — og varinn fyrir veðri og vindum. Þarna standa í einni röð veit- ingahús, gosbrunnar og sérverslanir fyrir skartgripi, húsgögn, messinghluti, vefn- aðarvörur og allt, sem hugurinn girnist. Gamalt máltæki á þessum slóðum segir, að „maður geti farið tómhentur inn á markaðinn öðrum megin en komið út hinum megin með eiginkonu, heiman- mund, húsgögn 1 heilt hús og skuld það sem eftir er ævinnar. ’ ’ Þótt verðmiði sé á hverjum hlut, er búist við að prúttað sé um hið endan- lega söluverð. Tyrkir vilja helst allir vera hermenn og stjórnendur, og það er sjald- gæft, að þeir gerist kaupmenn. Flestir kaupmannanna á bösurunum eru annað hvort gyðingar, grikkir eða armenar. Allir reka viðskiptin eftir sömu, gömlu fyrirmyndinni, sama af hvaða þjóðerni þeir eru. Fornsalarnir eru alltaf að fara á hausinn og grátbiðja viðskiptavininn að hagnýta sér þetta auma ástand. Skart- gripasalarnir verða að útvega sér pening 1 skyndi til að jarða frænku, sem var að sálast rétt I þessu. Loðskinnasalarnir eru að verða gjaldþrota vegna þess að lagerinn er alltof mikill. Það er prúttað og jagast frá morgni til kvölds, og kaupendurnir vona, að Allah muni 1 sinni óendanlegu náð láta einhvern dýrgrip lenda einmitt í þeirra innkaupaskjóðu. Bak við Stóra basar eru þúsund ára gamlar götur, þröngar og krókóttar. Þar eru þeir handverksmenn, sem framleiða vörurnar handa basarkaupmönnunum. Þar eru samóvarsmiðir, sem geta hamrað til „ekta” gamla tehitunarvél á hálftíma, söðlasmiðir, sem geta gert leðrið mjúkt eins og fínasta flauel, gullsmiðir, sem smlða fegursta brúðarskart. Tyrkneskt gull er blandað með kopar og hefur sérstak- an, rauðleitan gljáa. Þegar stúlka giftir sig, kaupir fjölskyldan armbönd og aðra skartgripi, sem eru heimanmundur stúlk- unnar. Þvl ríkari sem fjölskyldan er, þeim mun fleiri armbönd hefur brúðurin. Stóri basar er staðurinn, þar sem fólkið fær satt kaupafýsn sína. Svæðið við egypska markaðinn er paradís matmann- anna. Tyrkir eru einhverjir duglegustu ávaxta- og grænmetisframleiðendur heimsins, og kaupmennirnir eru hrein- ustu snillingar, þegar þeir eru að stafla upp þroskuðum, rauðum tómötum, gljá- fægja brún egg, byggja turna úr osti eða gera útstillingu úr hinum listilegustu kök- um. Á morgnana streyma bændurnir nið- ur á torgin með vörur sinar, prútta hástöf- um við torgsalana og fá heitan tebolla hjá þeim á meðan, síðan hverfa þeir. Á hæla þeim rennur vandfýsin kaupenda- hjörð og það er þingað um fegurstu vatnsmelónuna, grænustu snittubaunirnar og sterkasta piparinn. Kvennabúrsltf. Hinir gömlu, byzönsku múrar Istanbul standa ennþá, og flestar hinna meiri og athyglisverðari bygginga hafa verið varðveittar. Dómkirkjan Hágla Sofia, eitt af mestu undrum fortíðarinnar, var reist þegar borgin var höfuðborg aust-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.