Úrval - 01.01.1976, Síða 114
Orval
ár, hendurnar urðu harðar og hrjúfar
og fallegu fötin fóru i hengla.
Þegar árið var liðið sagði húsbóndi
hans: ,,Faðir þinn bað ekki um laun þér
til handa, en þar sem þú hefur unnið
svo dyggilega, get ég ekki látið þig fara
tómhentan heim. Hérna eru tveir gull-
peningar. Taktu við þeim og farðu
heim.”
Þegar sonurinn kom heim leit faðir
hans á hann, brosti í skeggið um leið og
hann sagði: ,Jæja, kæri sonur. Hefurðu
verið duglegur?”
,,Ég vann...”
,,Lét húsbóndi þinn þig hafa einhver
laun?”
,,Hann lét mig hafa tvo gullpeninga.”
,,Réttu mér þá.”
Sonurinn rétti honum peningana. Faðir
hans tók við þeim, en áður en hann
gat sveiflað hendinni til að kasta þeim út
i ána, hljóp sonur hans að honum og
stöðvaði harrn. Gamli maðurinn horfði á
son sinn og spurði: ,,Hvað amar að?”
Sonur hans kallaði: ,,Ekki henda pen-
ingunum í ána, faðir! Ég hef fengið þá að
launum fyrir erfiða vinnu! ”
Faðir hans brosti og sagði: „Kæri sonur,
ég sé að þú hefur raunverulega unnið
fyrir þessum peningum! Maður kastar ekki
peningum, sem maður hefur erfiðað fyrir.
Þú skilur það núna, er það ekki?”
Jú ég skil það.