Úrval - 01.01.1976, Page 118
116
ORVAL
A leiðinm: Utsýnið yfir Stanovoj-fjöllin Fyrst var numið staðar t Tðkíó, þar
íSíberíu. sem þúsundir áhorfenda komu að skoða
GrafZeppelin.
bandaríski blaðakóngurinn William
Randolph Hearst — bar verulegan hluta
af kostnaðinum gegn réttinum til að segja
ferðasöguna.
Lady Grace Drummond-Hay, hinn
óþreytandi blaðamaður New York Times,
var eina konan um borð og eini farþeg-
inn, sem hafði klefa út af fyrir sig. Af
öðrum farþegum má nefna hinn fræga
heimskautakönnuð sir George Hubert
Wilkens, freigátukafteininn Fujiyoshi úr
japanska flotanum; dr. Gerónimo Megias,
sem var llflæknir Alfonso konungs þrett-
ánda af Spáni; svissneska verslunarmann-
inn og skíðakappann Christof Iselin, og
félaga Karklin frá Sovétríkjunum, sem
talaði ekkert annað en rússnesku. Hver
farþeganna mátti hafa með sér 20 kg.
af farangri og ritvél.
Það fór hrollur um farþegana af spenn-
ingi og tilhlökkun, þegar Eckner gaf
fyrirmæli um að leysa landfestar. Þegar
loftfarið var komið á loft, og farþegarnir
höfðu komið sér fyrir við krásum hlaðið
morgunvérðarborð, tilkynnti einn
flugmannanna, að það yrði að fara
sparlega með vatnið á fyrsta áfanga flugs-
ins, sem var til Japan. ,,Við höfum ekki
áætlað neina viðkomu á leiðinni til að
bæta við okkur birgðum,” sagði hann
brosandi.
Sex tímum seinna sveif LZ 127 yfir
Berlín, þar sem fánar blöktu við húna
og fjöidinn hrópaði ,,Auf wiedersehen!”
I nánd við Stettin var þrlréttaður há-
degisverður borinn á borð fyrir farþegana.
Dúkað var með hvítum dúkum, dýru
postulíni og fínum glösum — það var
eitthvað annað en plastbakkamausið í
þotum nútímans! Dagurinn leið fljótt við
skellina í ritvélunum og smellina 1 mynda-
vélunum. Þegar flogið var yfir Danzig