Úrval - 01.01.1976, Síða 120

Úrval - 01.01.1976, Síða 120
118 Orval fyrir dekurgestina í þessu flughóteli voru þau, að reykingar voru stranglega ,,ver- boten". Aðeins örlitill neisti hefði getað kveikt í vetninu, sem hélt loftskipinu á lofti. Sunnudaginn 18. ágúst skein miðnæt- ursólin á eyðilegt, ísi þakið land, þar sem engin mannamerki var að sjá. Það var ískuldi, þarna á 65- breiddargráðu. 10. ágúst kom LZ 127 til hins afskekkta staðar Jakutsk við I.enafljótið. Þar var varpað út kransi til minningar um þýska striðsfanga, sem farist höfðu í Síberíu. Þar var líka póstpoki hengdur neðan i rauða fallhlif og varpað til jarðar í hæpinni von um, að innihald kæmist einhvern tima á leiðarenda. Sjötiu og fimm tímum eftir flugtak fór skipið yfir strendur japönsku fjalla- eyjunnar Sjakalin. Graf Zeppelin rann greitt yfir hina fögru eyju Hokkaídó og kom snemma kvölds til Tókíó, sem var fánum prýdd. Áhorfendurnir, sem voru um fimmtíu þúsund talsins, slitu varnarkeðjur lögreglunnar undir dynjandi fagnaðarópum. Við lendinguna var nokkru af vatninu úr ballestinni hleypt út, og fáeinar konur I þýsku nýlendunni i Tókíó urðu gegndrepa. Ein þeirra hróp- aði þá fagnandi, en tárin streymdu niður kinnar henni til samiætis vatninu: ,,Það gerir ekkert til — þetta er vatn frá das Vaterlandl’’ Næstu fjóra daga kepptust japanir um að þóknast gestunum, sem bókstaflega höfðu komið af himni ofan. Þegar mál var að leggja af stað á ný, stóð herdeild hvítklæddra sjóliða úr keisaralega japanska flotanum reiðubúin til að rétta hjálpar- hönd, meðan þúsundraddað kveðjuhrópið glumdi. Loftskipið setti stefnuna til Ameríku, en klefarnir voru úttroðnir af blómum. Það var söguleg stund, þegar landsýn varð við San Francisco hinn 25. ágúst klukkan fimm síðdegis, þvl það var í fyrsta sinn, sem loftfarkostur hafði farið yfir Kyrrahafið. Þegar Graf Zeppelin sigldi inn yfir Gullna hliðið — Golden Gate — var skotið af kanónum herskipa- flotans i kveðjuskyni, sírenur vældu og flautur hvinu. Fjöldi flugvéla flaug til móts við loftfarið til að fagna því. Silfur- glitrandi vindillinn sveif hátignarlega niður með strönd Kaliforníu og kom ttl Los Angeles klukkan eitt um nóttina. Og þegar eldaði aftur, þumlungaði dr. Eckn- er loftfari sínu að tjóðurmastri flotans 79 tímum og þremur mínútum eftir brott- förina frá Tókió. En þegar átti að leggja af stað þaðan aftursama kvöld, gerðist nokkuð ðvænt og miður skemmtilegt. Eftir heilan dag i sólinni hafði vetnið minnkað í belgjun- um, svo loftskipið átti í örðugleikum með að lyfta sér. Þegar véiarnar voru ræst- ar barst skipið áfram og stefnið lyftist löturhægt. En stélið rakst í jörðina, svo stýrisbúnaðurinn laskaðist. Það munaði ekki nema hársbreidd, að skipið rækist á háspennuleiðslu. Að lokum hvarf Graf Zeppelin þó í næturmyrkrið og stefndi mót San Diego. Hver viðburðurinn rak annan fyrir bæði farþega og áhöfn, svo sem að fljúga yfir Kyrrahafslestina, sem silaðist áfram með púandi eimreið í broddi fylkingar, horfa niður á mannfjöldann, þegar loftskipið sigldi yfir Chicago, fara yfir frelsisstytt- una í New York, og loks var fólkið af Graf Zeppelin hyllt með konfetti-skrúð- göngu í New York eftir lendinguna við Lakehurst I New Jersey. 1. september var svo lagt upp i síðasta áfangann, heim til föðurlandsins, og heilt mannhaf varviðstatt brottförina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.