Úrval - 01.01.1976, Qupperneq 125
123
aflakvóta sem leyfir íslendingum að veiða
nokkuð meira, af því þeir sem strandríki
eiga forgangsrétt. Nú vilja íslendingar
sölsa þennan hefðbundna rétt af bretum.
Ein höfuðástceðan er sú, að þegar þeir
höfðu eytt síldarstofninum við Island með
gegndarlausri ofveiði áttu þeir mikmn
fiskiskiþaflota verkefnislausan, sem þeir
settu á þorskinn með þeim afleiðingum,
að þeir eru vel á veg komnir með að eyða
honum líka.
Þetta er semsagt rifjað upp hér til að
sýna dæmi um það hverslags áróður þetta
bandalagsríki okkar i hinu ginnheilaga
Atlantshafsbandalagið rekur gegn okkur.
Þar er víst enginn munur á kratastjórn og
íhaldsstjórn.
Þessum ódæmum var ekki hægt að
svara á stundinni. Því að svo hafði verið
frá gengið fyrirfram að ekki skyldu verða
frekari umræður um málið að sinni fyrir
öryggisráðinu.
Á blaðamannafundi sem ísienska fasta-
nefndin hélt daginn eftir þar sem hún
svaraði bresku lygunum lið fyrir lið og
sýndi ljósmyndir sem sönnuðu mál íslend-
inga um það hver hefði siglt á hvern, voru
á milli 25-30 fréttamenn meðal annars
frá öllum stóru alþjóðfréttastofunum.
Aðeins Reuter taldi það bisness að senda
frásögn um þennan fund út á fjarritara.
Mér kæmi það á óvart að mikið hefði sést
af þeim fregnum i amerískum blöðum.
Trúlega ekkert.
Það verður að sjálfsögðu aldrei nægilega
brýnt fyrir islenskum stjórnvöldum að þau
geri sér grein fyrir því, að við verðum
sjálfir að sjá um að fréttir úr þorska-
stríðinu berist út um heimsbyggðina og
það strax eftir að atburðirnir gerast.
Öllum ber saman um að miklu betur
var haldið á málum í síðasta þorska-
striði.
Hvers vegna er Hannes Jónsson ekki
strax kallaður heim frá Moskvu? Er það
kannski vegna þess að Níels P. Sigurðsson
er enn látinn sitja sem fastast í London?
Sigurður Blöndal
Þjóðflokkur einn í Suður-Afríku er svo andsnúinn löngum ræðum, að
ræðutimi hvers og eins er takmarkaður við það, hve lengi hann getur staðið á
öðrum fæti. Meðan hann heidur jafnvæginu, má hann bulla að lyst, en um
leið og hinn fóturinn snertir jörð, verður hann að þagna.
Einu sinni fannst mér, að nýárið ætti að hefjast fyrsta dag vörsins, svo allt, sem
er nýtt, komi samtímis — hin harðgerðustu smáblóm, sem þrengja sér upp úr
harðri jarðskorpunni, græna slæðan, sem leggst yfir nakta skóga, léttirinn,
sem fyigir lokum vetrarins, og æsandi tilhlökkunin til alls þess, sem nýtt
ártal kann að færa okkur. En nýárið kemur raunar þegar við höfum allramesta
þörf fyrir það, í miðju vetrarmyrkrinu. Það færir vorið miklu nær, og það er
á einn hátt eins konar vor, dulið og leynilegt vor, þegar eitthvað nýtt er að
hefjast. Grænu sprotarnir, sem eru að brjótast fram, búast nú um undir
kaldri jarðskorpunni, trén sofa og dreymir um að vakna til vorsins — allt
bíður.
L.C.