Úrval - 01.01.1976, Síða 126
124
Konur „kjafta frá" leyndarmálum annarra kvenna til að prófa eða fá
stuðning við sínar eigin hugsanir og hegðun. Þær eru að koma sér upp
nothæfum siðareglum, komast að því hvort þeirra eigin hugmyndir um
kórrétta hegðun eiga sér endurspeglun hjá öðrum konum.
LEYNDARMÁIIN,
SEM FARA Á
MTT.T.T KVENNA.
— Barbara Grizzuti Harrison —
— Úr McCall’s —
-X
%
/ \v\t/ w ■
\>‘\/!\/T\‘/
g gcrði rnér leik að því að
horfa á konurnar 1 litlu
•þorpi í Indlandi, koma
saman til að þvo þvotta í
, , þorpslæknum. Þær klúktu’
, /,\, . ./.\ tæpt ^ lækjarbakkanum og
unnu rösklega á meðan þær börðu óhrein-
indin úr þvottinum við steinana, sem þær
notuðu fyrir þvottabretti. Það sýndist því
ekki út í bláinn, er alþjóðleg stofnun
lagði í þann gríðarlega kostnað að leggja
rennandi vatn í hvert hús og kom fyrir
þvottabala 1 hverri íbúð. En konurnar
þvertóku fyrir að nota nýju þvottabalana.
Hvers vegna? Vegna þess, að þvotta-
dagurinn var líka samkomudagur. Þær
báru ekki bara saman reynslu sína —
þungun, fæðingar, veikindi, búsorgir —
og skiptust á mataruppskriftum og hús-
ráðum, heldur ræddu þær líka um félags-
leg og siðferðileg va.idamál — fósturlát,
framhjáhald, og furðulegt háttalag hvltu
„sahibanna.” Þær ræddu um eiginmenn
slna og hæddust stundum að þeim, sem
kveinuðu stundum undan þeirri byrði,
sem þeirra eigin fýsn lagði þeim á herðar,
en flissuðu lika ánægjulega yfir kynferð-
islegri fullnægingu sinni.