Úrval - 01.01.1976, Page 129
127
og getur auðveldlega orðið þeim þvingun.
Því nánari vinkonur, sem konurnar tvær
eru, þeim mun meiri er hættan —
og freistingin. Hlýhugur og skynsemi
forða okkur ekki alltaf frá gryfjum og
snörum, það eru alltaf einhverjir brestir
í vináttunni, í viljanum, í ímynduninni.
Það er engin leið að eyða hættunni
úr mannlegum samskiptum. En það er
áhætta, sem við höfum ekki efni á að
taka ekki. En við getum dregið úr henni
með þvl að temja okkur kurteisi, mátulega
og skynsamlega hlédrægni og með því að
virða allra rétt til að eiga sín leyndar-
mál — meira að segja rétt okkar sjálfra.
Náin vinátta kvenna er oft eins og að
dansa á hárri línu. Við eigum alltaf
á hættu að okkur verði fótaskortur,
það er merkilegt hve oft við höldum
hinu nákvæma jafnvægi og dönsum af
list. í samfélagi kvennanna finnum við
yl, svörun — og furðulega oft — undur-
samlega afslöppun.
Kjörinn embættismaður er sá, s.em fær 51 % atkvæða þeirra 40% sem greiddu
atkvæðiafþeim60% semkomuákjörstað,
Dan Bennett.
Hjón nokkur skildu fimmtán ára dóttur sína eftir til að gæta þriggja yngri
bræðra. Þegarþau komu heim, fundu þau eftirfarandi skilaboð frá barnaplunni:
„Pabbi og mamma — ég fór í partý. Jimmi er hjá vini sínum og Jonni er ein-
hvers staðar. Kiddi er úti að leika sér við Badda, fer með honum heim og verður
þarþangaðtilþiðkomið. Hafiðengaráhyggjur. Bless — Mæja.”
. Eg varð óviijandi vottur að samt.ali tveggja kvenna í. stórverslun. Önnur
sagði: ,,Við skulum. kóma t skódeildína og sjá hvað þeir eiga.” ,,Nei,”
svaraði hin. „Við skulum koma t kaffistofuna og fá okkur kaffibolla. Við
verðumaðkælaávísanaheftinaðeins.”
RuthE. Dobson.
Eitt kvöldið ætlaði allt ofan að keyra t kjóladeild verslunarirtnar, þar sem
ég vinn: Hvttvoðungur orgaði eins og hánn ætti Itfið að leysa. Ungur faðir
reyndist halda á barninu og hánn var að reyna að hugga það. ,,Ég spurði hann
hvaðværiað.”
,,0,” svaraði h'ánn, ,,þetta er bara 1 fýrsta sinn,. sem barnið sér móður sína.
cyðapeningu.m,” - ,
W.L.Davenport.