Goðasteinn - 01.09.1962, Side 17

Goðasteinn - 01.09.1962, Side 17
Þórður Tómasson Einar lli'njsii'iiissiin klæðskeri MINNING: „Enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur“. Hóflega deilum við gleði og sorg með vinum okkar og leiðum vart hugann að því, hve lífið er fljótt í förum. Mikil er sú blessun að eiga góðan vin, hressan, hugglaðan á hverju sem gengur, alltaf búinn þess að taka stein úr götu. Seint verður slíkt að verðleikum metið. Oft gerum við okkur ekki ljóst, hvers virði vinir okkar eru í raun og veru, fyrr en þeir eru horfnir á braut, tökum líf þeirra og vináttu eins og sjálfsagðan hlut. Fullt ár er liðið, síðan góðvinur minn, Einar Bergsteinsson, var kvaddur í þá för, sem bíður allra manna. Vil ég minnast hans með nokkrum orðum og má vart seinna vera. Verður er hann þess af mörgum, að nafni hans sé á lofti haldið. Einar var fæddur að Tjörnum undir Eyjafjöllum 15. nóvember 1881. Foreldrar hans voru Bergsteinn Einarsson frá Seljalandi og Anna Þorleifsdóttir frá Tjörnum. Anna var af merkum bænda- ættum í Landeyjum og undir Eyjafjöllum. Er auðvelt að rekja Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.