Goðasteinn - 01.09.1962, Page 36

Goðasteinn - 01.09.1962, Page 36
III Ef hún góa öll er góð, öldin má það muna, þá mun harpa, hennar jóð, herða veðráttuna. Þau árin, 6 að tölu, á þessu árabili, sem góan var öll einmuna góð, stundum greri jörð, þá rættist þetta að meira og minna leyti, að tíðarfarið breyttist til verra veðurlags í næsta mánuði. Þrjú árin breyttist það sérstaklega í alvarleg harðindi á hörpu. IV Hvít jól, rauðir páskar. Rauð jól, hvítir páskar. Þetta hefur ekki nærri alltaf rætzt á árabilinu, en þó er það svo, að það hefur nálægt helmingi oftar rætzt, heldur en að út af því hafi borið. Lausavísur Einn vill safna, annar heiðrast, er sá mestur, við guðspjöll þriðji finnst þeim fastur, fjórði er allra þungfærastur. Fjórir þeir með ferðum sínum fólkið hrella, skikkun þeirra er skemmd að kalla, skrattinn mun á gjörir valla. B. Þ.1) Aumur var ég út af því og enginn maður hjá mér, þá djöfullinn vildi díkið í draga hestinn frá mér. 1) Benedikt Þórðarson „skáldi", d. 1823. 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.