Goðasteinn - 01.09.1962, Qupperneq 36
III
Ef hún góa öll er góð,
öldin má það muna,
þá mun harpa, hennar jóð,
herða veðráttuna.
Þau árin, 6 að tölu, á þessu árabili, sem góan var öll einmuna
góð, stundum greri jörð, þá rættist þetta að meira og minna leyti,
að tíðarfarið breyttist til verra veðurlags í næsta mánuði. Þrjú
árin breyttist það sérstaklega í alvarleg harðindi á hörpu.
IV
Hvít jól, rauðir páskar.
Rauð jól, hvítir páskar.
Þetta hefur ekki nærri alltaf rætzt á árabilinu, en þó er það
svo, að það hefur nálægt helmingi oftar rætzt, heldur en að út
af því hafi borið.
Lausavísur
Einn vill safna, annar heiðrast, er sá mestur,
við guðspjöll þriðji finnst þeim fastur,
fjórði er allra þungfærastur.
Fjórir þeir með ferðum sínum fólkið hrella,
skikkun þeirra er skemmd að kalla,
skrattinn mun á gjörir valla. B. Þ.1)
Aumur var ég út af því
og enginn maður hjá mér,
þá djöfullinn vildi díkið í
draga hestinn frá mér.
1) Benedikt Þórðarson „skáldi", d. 1823.
34
Goðasteinn