Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 10
rætt um það að aukast þyrftu innlegg viðskiptamanna hjá félaginu,
því að þá hafði mjög úr þeim dregið. Kom og fram að mikils
misræmis virtist gæta á ullarmati hjá félaginu og nærliggjandi
verzlunum. Þótti sumum K.H.S. gera of miklar kröfur miðað við
aðra. Var þetta afleiðing hinnar hörðu samkeppni, sem á var
komin milli Kaupfélags Hallgeirseyjar og Kaupfélagsins Þórs á
Hellu, sem stofnað hafði verið 1935 og neytti ýmissa bragða til að
efla starfsemi sína og ná til sín sem flestum félagsmönnum og við-
skiptavinum.
Á aðalfundi K.H.S. 30. maí 1936 kom það fram að Ragnar
Ólafsson lögfræðingur S.f.S. hafði þá um skeið unnið hjá félaginu
að samningum um skuldaskil við ýmsa viðskiptamenn og hélt þvi
starfi áfram öðru hverju um sumarið. Var ekki örgrannt um að
hagur félagsins hefði vænkast nokkuð, nema hvað það var sérlega
illa statt gagnvart S.Í.S. og samþykktu fundarmenn að verja skyldi
öllum tiltækum sjóðum til að grynnka á skuldunúm. Þá kom og
fram að nauðsyn bæri til að auka húsrými félagsins að Stórólfs-
hvoli og var samþykkt að flytja uppeftir vörugeymsluhúsið í Hall-
geirseyjarhjáleigu og byggja annað minna á góðum stað í Land-
eyjum í þess stað. Sæmundur Einarsson í Stóru-Mörk var kosinn
varamaður í stjórn á þessum fundi.
Á stjórnarfundi síðari hluta vetrar 1937 minntist fundarstjóri
Sigurðar Vigfússonar á Brúnum, er látizt hafði í árslok 1936. Risu
fundarmenn úr sætum í virðingu við hinn fallna formann og braut-
ryðjanda samvinnustefnunnar í héraðinu. Útför hans hafði verið
gerð á vegum félagsins og samþykkti fundurinn þá ráðstöfun
samhljóða.
Á þessum fundi var mættur Ragnar Ólafsson lögfræðingur, og
flutti hann yfirlit um efnahags- og rekstrarreikning félagsins, er
hann hafði unnið að ásamt framkvæmdastjóra. Kom þá í ljós að
félagið skorti kr. 127 þúsund til að geta staðið við skuldbindingar
sínar út á við. Fól fundurinn framkvæmdastjóra að kanna, hvort
Samband íslenzkra samvinnufélaga treysti sér til að veita kaup-
félaginu einhverja eftirgjöf skulda, er gerði því kleift að halda
starfi sínu áfram. Einnig skyldi kannað, hversu mikið félagsmenn
vildu að sér leggja með framlögum í sama tilgangi. Framkvæmda-
8
Goðasteinn