Goðasteinn - 01.09.1971, Side 14
að S.Í.S. hefði hönd í bagga um að auka það. Samband íslenzkra
samvinnufélaga hvatti líka til aukinnar samvinnu kaupfélaganna
á Suðurlandi með bréfi snemma árs 1940, þótt lítið yrði úr fram-
kvæmdum í þá átt í bráð.
Á aðalfundi K. H. S. vorið 1940 kom það fram, að rekstur
hefði gengið alivel árið 1939, velta hafði aukizt og var nokkur
rekstrarhagnaður. Á aðalfundi þessum var mjög rætt um hinn
þráláta skort félagsins á rekstrarfé og samþykkt að hvetja við-
skiptamenn til að efla inniánsdeild þess og heimilað að hækka
vexti í því skyni. Nýr maður í stjórn á fundinum var kjörinn
Valdimar Böðvarsson á Butru í stað Sigmundar Þorgilssonar á
Ásólfsskála.
Ýmislegt háði starfi félagsins árið 1940 og var þar á meðai
hækkandi verðlag af völdum heimsstyrjaldarinnar síðari, er hófst
haustið 1939. Verst af öllu var þó ef til vill það, hversu erfiðlega
gekk með starfrækslu frystihússins. Reyndust vélar þess illa og
þótti brátt sýnt að kaupa yrði nýjar vélar við fyrsta tækifæri.
Á stjórnarfundi hinn 8. febrúar 1941 las stjórnarformaður upp
bréf frá Ágústi Einarssyni framkvæmdastjóra, dags. 31. 12. 1940,
þar sdm hann sagði lausu starfi sínu frá næsta vori. Var sam-
þykkt að tilkynna stjórn S.Í.S. um þetta, þar sem hún hafði áskilið
sér rétt til að velja félaginu framkvæmdastjóra, svo sem áður var
frá greint.
Á deildarfundum félagsins um veturinn var mjög rætt um fram-
kvæmdastjóraskiptin og komu þar fram hugmyndir um sameiningu
Kaupfélags Hallgeirseyjar og Kaupfélags Árnesinga. Höfðu raunar
timræður áður hnigið í þá átt, einkum árið 1936, þar sem talið var
þá, að sameining gæti stórbætt samkeppnisaðstöðu samvinnufélag-
anna gagnvart nýjum fyrirtækjum. En flestir voru nú sem áður
andstæðir slíkum sameiningarhugmyndum.
Á aðalfundi K.H.S. 18. maí 1941 kom í ljós að reksturinn 1940
hafði gengið vel og var tekjuafgangur talsverður eftir að lagt hafði
verið í alla sjóði samkvæmt samþykktum. Reyndist því útkoman
með langbezta móti. Rætt var um bílakost félagsins, sem var mjög
úr sér genginn, og nauðsyn á endurnýiun hans. Ekki hafði þá verið
ráðinn nýr framkvæmdastjóri og kvað sr. Sveinbjörn Högnason
12
Goðasteinn