Goðasteinn - 01.09.1971, Qupperneq 14

Goðasteinn - 01.09.1971, Qupperneq 14
að S.Í.S. hefði hönd í bagga um að auka það. Samband íslenzkra samvinnufélaga hvatti líka til aukinnar samvinnu kaupfélaganna á Suðurlandi með bréfi snemma árs 1940, þótt lítið yrði úr fram- kvæmdum í þá átt í bráð. Á aðalfundi K. H. S. vorið 1940 kom það fram, að rekstur hefði gengið alivel árið 1939, velta hafði aukizt og var nokkur rekstrarhagnaður. Á aðalfundi þessum var mjög rætt um hinn þráláta skort félagsins á rekstrarfé og samþykkt að hvetja við- skiptamenn til að efla inniánsdeild þess og heimilað að hækka vexti í því skyni. Nýr maður í stjórn á fundinum var kjörinn Valdimar Böðvarsson á Butru í stað Sigmundar Þorgilssonar á Ásólfsskála. Ýmislegt háði starfi félagsins árið 1940 og var þar á meðai hækkandi verðlag af völdum heimsstyrjaldarinnar síðari, er hófst haustið 1939. Verst af öllu var þó ef til vill það, hversu erfiðlega gekk með starfrækslu frystihússins. Reyndust vélar þess illa og þótti brátt sýnt að kaupa yrði nýjar vélar við fyrsta tækifæri. Á stjórnarfundi hinn 8. febrúar 1941 las stjórnarformaður upp bréf frá Ágústi Einarssyni framkvæmdastjóra, dags. 31. 12. 1940, þar sdm hann sagði lausu starfi sínu frá næsta vori. Var sam- þykkt að tilkynna stjórn S.Í.S. um þetta, þar sem hún hafði áskilið sér rétt til að velja félaginu framkvæmdastjóra, svo sem áður var frá greint. Á deildarfundum félagsins um veturinn var mjög rætt um fram- kvæmdastjóraskiptin og komu þar fram hugmyndir um sameiningu Kaupfélags Hallgeirseyjar og Kaupfélags Árnesinga. Höfðu raunar timræður áður hnigið í þá átt, einkum árið 1936, þar sem talið var þá, að sameining gæti stórbætt samkeppnisaðstöðu samvinnufélag- anna gagnvart nýjum fyrirtækjum. En flestir voru nú sem áður andstæðir slíkum sameiningarhugmyndum. Á aðalfundi K.H.S. 18. maí 1941 kom í ljós að reksturinn 1940 hafði gengið vel og var tekjuafgangur talsverður eftir að lagt hafði verið í alla sjóði samkvæmt samþykktum. Reyndist því útkoman með langbezta móti. Rætt var um bílakost félagsins, sem var mjög úr sér genginn, og nauðsyn á endurnýiun hans. Ekki hafði þá verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri og kvað sr. Sveinbjörn Högnason 12 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.