Goðasteinn - 01.09.1971, Page 19

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 19
Skarphéðinn Gislason á Vagnsstöðum: Björgun vélbáts af Fossfjöru 1920 Það var vorið 1919, að verið var að ná út brezkum togara af strandstað um klukkustundargang í suður frá Kvískerjum í Öræf- um. Mótorbátur, Jenný að nafni, var sendur með þriggja manna áhöfn, að mig minnir, frá Hrúteyri á Reyðarfirði, þaðan sem hann var gerður út. Akkeri var lagt út, alllangt út frá togaranum og stálvíi lagt frá því í land og í strandaða skipið. Fleira mun hafa verið flutt af tækjum með Jenný að strandaða skipinu, og þegar öllu var búið að skipa á land, þá fóru skipverjar á Jenný að hugsa til heimferð- ar og lögðu af stað austur 'með fjörum. Svo óhappalega vildi þá til, að fljótlega gjörði ofsarok með stórsjó af austri, eða beint á móti, svo að Jenný rak suðvestur í haf, eða suðvestur af Ingólfs- höfða. Utlitið var því ekki gott, en þá bar þar að brezkan togara á heimleið og leizt ekki á blikuna. Tók hann mennina um borð og sigldi beint til Englands, að mig minnir. Töldu allir, að menn- irnir væru tapaðir, en er togarinn var kominn til Englands eða Skotlands, þá sendi hann símskeyti til Reykjavíkur um björgunina. Goðasteinn 17

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.