Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 19
Skarphéðinn Gislason
á Vagnsstöðum:
Björgun vélbáts
af Fossfjöru
1920
Það var vorið 1919, að verið var að ná út brezkum togara af
strandstað um klukkustundargang í suður frá Kvískerjum í Öræf-
um. Mótorbátur, Jenný að nafni, var sendur með þriggja manna
áhöfn, að mig minnir, frá Hrúteyri á Reyðarfirði, þaðan sem
hann var gerður út.
Akkeri var lagt út, alllangt út frá togaranum og stálvíi lagt frá
því í land og í strandaða skipið. Fleira mun hafa verið flutt af
tækjum með Jenný að strandaða skipinu, og þegar öllu var búið
að skipa á land, þá fóru skipverjar á Jenný að hugsa til heimferð-
ar og lögðu af stað austur 'með fjörum. Svo óhappalega vildi þá
til, að fljótlega gjörði ofsarok með stórsjó af austri, eða beint á
móti, svo að Jenný rak suðvestur í haf, eða suðvestur af Ingólfs-
höfða. Utlitið var því ekki gott, en þá bar þar að brezkan togara
á heimleið og leizt ekki á blikuna. Tók hann mennina um borð
og sigldi beint til Englands, að mig minnir. Töldu allir, að menn-
irnir væru tapaðir, en er togarinn var kominn til Englands eða
Skotlands, þá sendi hann símskeyti til Reykjavíkur um björgunina.
Goðasteinn
17