Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 21
hann sér í áhald og losaði um tappann. Sá hann undir eins, að
þetta var hrein steinolía. Þarna var bölið bætt, næg brennsluolía
fengin til næstu hafnar.
Ýting bátsins gekk að óskum, en brátt kom í ljós, að hann lak
svo mikið, að ekki hafðist við að dæla með góðri handdælu, sem
tveir menn unnu við til skiptis, og flaut sjór jafnt og þétt inn í
sveifaráshúsið. Sveifaráslegan bræddi því svo herfilega úr sér á
leiðinni, að Gissur véiamaður var lengi dags að bræða í hana.
Notaði hann stóran lóðhamar til að bræða legumáljminn með og
var það mest tin. Til þess gekk helzt allt, sem til var af því í
verzlun á Höfn í Hornafirði. Með þessari legu gekk vélin ágætlega
til Reyðarfjarðar.
Til þess að sveifarásinn ysi ekki sjónum upp um vélarhúsið, þá
iét Gissur margfaldan poka liggja á góifinu öðrum megin vélar.
Hefti það vatnsgusurnar í að þeytast um allt vélarhúsið.
Við gerðum við mesta lekann á Jennýju á Höfn, áður en hún
lagði til austurferðar, áfram heim. Mig minnir, að Jenný væri um
7-8 tonn að stærð. Ég var með Gissuri í að taka í sundur mikið
af vélinni og hreinsa lýsið úr henni, því nú var skipt um og notuð
bulluolía, vanaleg. Er vafasamt, að sellýsi hafi í annan tíma verið
tekið til þessara nota.
Það sagði Valdór sál. mér um það, er hann kastaði klæðum og
óð út í sjóinn til að ná í tunnuna, hefði hann áður tekið blað og
blýant og skrifað, hvað þá væri að gjörast, svo sjást mætti, hvar
og í hverjum tilgangi hann hefði farið í sjóinn, ef hann hefði ekki
skilað honum aftur heilum á húfi.
Þátt þennan vil ég auka með sendibréfi frænda míns, Sveins
Jónssonar frá Núpum, sem tók þátt í að ná Jennýju út og sigldi á
henni austur til Hornafjarðar. Fer það hér á eftir:
Kópavogi, Digranesvegi 16 a, 19. apríl, 1970.
Kæri frændi og vinur. Hjartans þakkir fyrir bréfið frá 27. febrú-
ar 1970. Það vakna upp í huganum hálfgleymd - mér liggur við að
segja ævintýri, er skeðu fyrir um 50 árum. Ég var að vísu ekki
alveg ósjóaður undir þennan túr, því ef ég man rétt, reri ég um
veturinn í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík hjá Guðmundi í Klöpp.
Vorum við á sama skipi Björn Stefánsson á Kálfafelli og Helgi
Goðasteinn
19