Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 22
Eiríksson á Fossi á Síðu. Þó getur verið, að Helgi hafi verið á
skipi hjá Árna syni Guðmundar, en bæði skipin reru úr svokall-
aðri Buðlunguvör.
Ýmislegt, er þú minnist á, er nú farið að fyrnast yfir hjá mér.
Kemur það meðal annars til af því, að ég hefi ekki haft neinn til
að rifja upp með þessa og aðra atburði frá fyrri tfmum, vegna
minna sífelldu ferðalaga um aðra landshluta en mínar æskustöðvar.
Ég var nú satt að segja búinn að gleyma bæði selnum og olíu-
tunnunni en gaman, að þú skyldir minnast á þau atvik. Það tók
að mig minnir þrjú flóð, eða á þriðja flóði, sem Jenný sigldi frá
strandstaðnum. Þegar félagarnir, Valdór Bóasson og Gissur
Filippusson, voru búnir að prófa vélina í bátnum, var safnað mönn-
um til að baka bátinn um fjöru ofan í fjörujmál. En áður en það
skeði, voru þeir félagar búnir að leggja út akkeri nokkuð frá landi
með taug í land, því er falla tók undir bátinn, þurfti að vera hægt
að koma í veg fyrir, að hann rynni upp aftur. Þarna voru saman
komnir milli 30 og 40 menn, sem fóru létt með að baka fram, því
nógur var viljinn til að þetta björgunarstarf tækist giftusamlega.
Svo slysalega vildi til á fyrsta flóði, að taugin, sem lá frá akkerinu,
slitnaði, og enn rann Jenný upp í sandinn. Það var ekki gefizt upp,
enn kom fjöldi manns í sandinn til að baka bátinn fram á næstu
fjöru. Nú skyldi akkeriskaðallinn halda, selm hann líka gerði, en
nú skeði það, að kaðalspotti fór í skrúfuna á bátnum þar sem
hann flaut, en ekki var hægt að sleppa landfestum undir þessum
kringumstæðum. Tók nú Valdór það ráð að klæða sig úr fötum
og festa um sig taug, og með hníf í hönd stakk hann sér niður
með bátnum til að reyna að losa úr skrúfunni, en ekki tókst það,
og varð hann að koma upp til að anda, og í annað skipti gerði
hann tilraun, en það fór á sömu leið. Má af þessu sjá, að maður-
inn var hugdjarfur og hraustur.
Á þriðja flóðinu tókst allt betur til, báturinn rann út eins og
hann væri á slipp, eða öllu heldur - hann lyftist á flóðinu, land-
festum var sleppt, og ferðin hófst austur.
Til þessarar ferðar réðumst við tveir, Jón Hjörtur Sigjmundsson
lausamaður á Núpum, mágur Helga Bjarnasonar bónda þar. Jón
var sonur Sigmundar Þorsteinssonar bónda þar og Margrétar
20
Goðasteinn