Goðasteinn - 01.09.1971, Side 23

Goðasteinn - 01.09.1971, Side 23
Hjartardóttur, sem ættuð var undan Eyjafjöllum. Á Núpum var bróðir Sigmundar, Sveinn Þorsteinsson prófentukarl, eins og kallað var. Hann var búinn að vera blindur, þegar ég sex ára kom þang- að, og hafði því aldrei séð mig en þótti því meira vænt um mig. Hann lét heldur ekki á sér standa eftir andlátið, er sjónin hafði skýrzt, að faðma mig að sér og var síðasta kveðja hans. Guð blessi hann. U'm ferðina austur man ég það, að við Jón máttum aldrei sleppa dælunni, því skútan lak gífurlega, en svefninn sótti fast á, því lítið var víst sofið meðan á því stóð að koma bátnum á flot. Ég man eftir því, að við fórum inn yfir Hleinina við Hvanney, og snerist báturinn á öldu í hálfhring, þó segja mætti, að sjór væri ládauður. Þetta kom til tals, er við komum í land í Höfn, og man ég, hvað Gissur varð sár við Valdór að hafa villzt yfir Hleinina. Árið eftir fór ég vinnumaður að Rauðabergi í Fljótshverfi og kom þá beint frá sjóróðri úr Járngerðastaðahverfi í Grindavík. Þar var formaður Sæmundur Níelsson, mikill sjósóknari. Hann hafði mig frdmámann á skipinu og þótti mér það upphefð og gam- an að glíma við skipið í lendingunni. Þá var lítið um bryggjur. Ég fer nú að slá botninn í þetta rabb og bið þig afsökunar á samsetningnum. Ég hef verið svo upptekinn síðan ég kom frá Nes- kaupstað í október, að ég hefi ekkert getað nema sofa og vinna. Má það heita kjánalegt af karli á áttræðisaldri. Jæja, frændi minn. Hér læt ég staðar numið og bið þig að fyrir- gefa þetta sundurlausa og illa samansetta hjal. Vertu blessaður og sæll. Guð gefi þér og þínum gæfuríkt sumar. Þinn einl. Sveinn Jónsson. Goðasteinn 21

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.