Goðasteinn - 01.09.1971, Page 24
Eymundur Jónsson í Dilksnesi:
Þúsund dyggða grös
Guð framleiðir grösin smá,
Guðs hér verkin ljóma,
þúsund dyggðir þeirra má
þúsund sinnum róma.
Svöngum mér þau saðning fá,
sízt má um það þegja,
á haustin, þegar harðnar á,
hníga þau og deyja.
Æ mig gleðja blómin blíð,
með blómum er ég talinn,
ég blikna eins og blóm um síð,
með blómum fell í valinn.
Þúsund dyggða grös kallast nú klettafrú öðru nafni. Höfundur
ljóðsins er Eymundur Jónsson í Dilksnesi í Hornarfirði og er skráð
við það ártalið 1849 í ljóðabók hans (handrit). Þetta voru fyrstu
vísur Eymundar, sam hann skrifaði á blað. Ekki ber að skilja ár-
talið svo, að hann hafi ort vísurnar 1849, heldur byrjaði hann þá
að tína grösin.
Af þúsund dyggða grösum óx töluvert í skriðu vestur af Hofs-
koti í Öræfum, þar sem Eymundur fæddist. Var hann látinn tína
þau á vorin. Þau voru seydd í mjólk og notuð til manneldis, þegar
lítið var til í búi.
Guðrún Sn)ólfsdóttir á Höfn.
22
Goðasteinn