Goðasteinn - 01.09.1971, Page 31

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 31
Mjúlkurtrog Hjörleifs á Syðstu-Grund. Ljósm. Vigfús L. Friðriksson. Öll gömul trog eru trénegld. Það er ekki, fyrr en undir lok 19. aldar, sem tekið er að beita járnneglingu við trogasmíði. Trogs- botnar eru oftast smíðaðir úr heilli fjöl. Væri ekki völ á heilli fjöl, þá voru botnfjalir blindingaðar saman með trénöglum. Stærstu trog Skógasafns benda til þess, að ekki hafi verið sett upp í þeim öllu meira en 20 merkur af mjólk, enda fór þá að verða fullerfitt að hafa gott vald á trogi, er því var rennt. Ekki væri úr vegi að leiða huga.nn aðeins að konunni, sem vann að því á málum að renna trogum: Mjólkurtrogin stóðu á hillum í búri eða mjólkurkofa. Konan gekk þar að með mjólkur- skjólurnar. Til heilla brá hún krossmarki yfir trogin og setti síðan upp í þau, eitt af öðru. Nú þurfti mjólkin drjúgan tíma til að skiljast. Tví- eða þrídægruð mjólk var tíðast skilin, rjóminn hafði skilið sig frá undanrennunni og va«: setztur ofaná í misjafnlega þykkri skán eftir því hvað mjólkin var kostgóð. Þá var óhætt að fara að renna trogum. Mjaltaskjólan var sett á búrgólfið, síðan tók konan trogið báðum höndum og setti það Goðasteinn 29

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.