Goðasteinn - 01.09.1971, Page 33

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 33
Á fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar urðu skilvindur al- menningseign. Gömlu trogin héldu áfram að vera til, áttu enn hlutverki að gegna sem blóðtrog og sláturtrog, þó ekki væri annað, einstaka bóndi greip jafnvel til þeirra undir kartöfluútsæðið á vor- dögum. Þessi síðustu ár hafa þau verið að týna tölunni. Nú eru góð og gömul mjólkurtrog sjaldfengin á sveitabæjum, þegar sam- tíðin er jafnvel að hefja þau til þeirrar virðingar að gera þau að stofustássi fínna heimila. Svo undarleg geta orðið örlög hvcrsdags- hluta, sem enginn gat án verið og síðan um sinn lítilsvirtir. Ég hélt mig fullríkan að trogum og þó hló mér hugur í brjósti, cr húsfreyjan í Selkoti vék safni mínu bezta fulltrúa þeirrar venju að merkja trog húsfreyju en ekki bónda og því er þetta greinar- korn til orðið. Um trog og trogasmíði hefur ekkert vcrið skrifað að gagni, enginn saman- burður landshluta cr þar fyrir hendi. Efnið liggur ókannað í söfnum þjóðar- innar eða í minni manna, sem nú eru á förum. Siðir, sem getið er um í grein þessari, krossun yfir trogum í sambandi við uppsetningu mjólkur og þvott, hurfu úr störfum á scinni hluta 19. aldar. Ætli nokkur kona kunni að segja frá því núna? Ég hygg varla. Fremur var talað um mjólkurbekki en mjólkurhillur í búri. Mjólk var síuð í trog og sérstakt þáttarefni gæti verið að segja frá síun mjólkurmatar. Þ. 7. Goðasteinn 31

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.