Goðasteinn - 01.09.1971, Side 39

Goðasteinn - 01.09.1971, Side 39
Rinar Sigurfinnsson: Jólahaupferð fyrir 70 árum Skammdegismóða grúfir yfir láði og legi, snæbreiðan hvít og siétt sem nýstrokið lín hylur móa og mýrar, svo að fátt hvílir aug- að nema hamrabelti í fjöllum, sem þó eru allfjarri. Undir mjallarbreiðunni er ís á tjörnum og lækjum svo færð er sæmileg. Jafnvel Kúðafljót, eitt vatnsmesta fljót Suðurlands var drepið í ísdróma, aðeins einn stokkáll var opinn um miðbik aust- urfljótsins. Það var komið nær jólúm, og sums staðar var fátt um föng til að gera þann dagamun, sem þurfa þótti. Og svo var æskufólkið að hugsa um skemmtisamkomu eitthvert kvöldið, og auðvitað þurfti þá að hafa kaffisopa til að skola rykið úr kverkunum. Ekki var það efnilegt í svona tíð og skammdegi. En, samt - einhver varð að gera það að fara út í Vík og fá það helzt vantaði. Og þeir Pétur í Sandaseli, Bjargmundur á Rofabæ og Einar í Kot- ey mæltu sér mót til Víkurgöngu næsta dag, ef veður spilltist ekki. Þessir strákar voru milli feiimingar og tvítugsaldurs og allir nokk- uð vanir vosi og útivist í snækófi. Nokkurt öryggi þótti það, að pósturinn var á ferð og einmitt í austurleið frá Odda. Gott gæti verið að verða honum samferða austur yfir sandinn (Mýrdalssand) og svo kynni hann að geta létt eitthvað byrðarnar, sem átti að leggja á axlir. Þeir lögðu af stað strákarnir þrír. Veður var stillt og bjart. Sandamenn komu á bát austur yfir álinn, sem opinn var. Þétt ís- Goðasteinn 37

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.