Goðasteinn - 01.09.1971, Page 43

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 43
hvíldar við eftir langa og erfiða dagleið. Mönnum var visað til baðstofu, þar sem blaut og klökug plögg voru af þeim losuð og önnur risna í té látin eins og títt var á þeim bæ. Snemma næsta morgun fóru menn að skoða álinn, sem opinn var í austurfljótinu. Þungur straumur og þétt krapaskrið var i honum og hyldjúpt við skarirnar báðum megin. Ekki var um ann- an kost að ræða en að sundsetja hestana yfir þessa krapaólgu. Báturinn var dreginn að álnum og róið austur yfir. Með sterkum járnkarli var nú brotið skarð í skörina, það langt að .hestarnir kenndu botns og gætu hafið sig upp á ísinn. Þetta var erfitt verk, því ísinn var þykkur. En Sandabræður voru hraustir menn og ör- uggir, og nú kom Hjörleifur í Sandaseli hlaupandi, kvikur maður og þaulvanur Fljótinu. Jafnhliða var komið með hesta póstsins og farangur. Fyrst voru koffort póstsins og klyfsöðlar ferjað yfir. Ekki komst það í einni ferð. Ferðirnar urðu því nokkuð margar, og alitaf varð að draga bátinn upp með skörinni svo að næg fyrir- gæft væri, því alltaf bar bátinn talsvert afleiðis. Síðast voru hest- arnir, tveir og tveir hafðir aftan í bátnum. Kuldalegt var að hrinda blessuðum skepnunum ofan í iðandi krapaelginn á rogasund, og gætni þurfti til svo ekki yrði slys. Áríðandi var að ná í skarðið, því einungis þar gátu hestarnir hafið sig upp úr vatninu. Skjálf- andi af kulda og áreynslu voru nú þessi þægu og göfugu dýr komin á austursköraina og byrðin lögð á bökin, blaut og köld. Eina bótin var, að hestarnir voru vel fóðraðir og voiki vanir. I Sandaseli voru hestarnir látnir inn svolitla stund á meðan mesta bleytan rann af þcim. Skammt var að Rofabæ, næsta bréfhirðingarstað. Ferðafélag- arnir þökkuðu samveruna og fóru hver heim til sín. Þessari jóla- kaupstaðarferð var lokið. Þessi litla ferðasaga sýnir, að einatt kostaði það nokkra fyrir- höfn, ef rnenn vildu gjöra sér dagamun eða smátilbreytingu, og fróðlegt er fyrir nútíma æsku að kynnast háttum og högum þeirra, sem nú eru að ganga síðustu sporin. Goðasteinn 41

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.