Goðasteinn - 01.09.1971, Page 44

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 44
Einar H. Einarsson: Tvö aflaskip í Reynishöfn I. FRIÐUR Árid 1882 lét Jón Árnason, er þá bjó í Suður-Hvammi, smíða undir sig stóran áttæring, sem hlaut nafnið Friður. Ekki liggja fyrir öruggar heimildir um, hverja hann valdi meðeigendur að skipinu. Smiðurinn var Sveinn Einarsson bóndi á Giljum. Ekki ber frá- sögnum saman um, hvort skipið hafi verið smíðað í Suður-Hvammi eða á Giljum. Þó tel ég nær sanni, að það hafi verið á Giljuml. Ekki var Jón formaður á hinu nýja skipi nema eina vertíð, því um vorið eftir flutti hann að Eyjarhólum, en Frið var alla tíð róið úr Reynishöfn. Þá tók við skipinu 25 ára gamall maður, Einar Brandsson frá Reynishjáleigu, síðar bóndi á Reyni. Einar var síðan formaður á Frið, meðan honum var haldið út til róðra, en síðast gekk hann vetrarvertíðina 1928. Öll þessi ár mun aldrei hafa komið sú vertíð, að ekki væri einhvern tíma róið, en misjafnlega oft var það eins og gefur að skilja við hafnlausa og brimasama strönd Mýrdalsins. Friður var sérstakt happaskip. Ekki hef ég heyrt þess getið, að nokkru sinni hafi orðið að manni á honum, og það hef ég fyrir satt, að aldrei 42 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.