Goðasteinn - 01.09.1971, Side 49
hcllu í nágrenni bæjar síns, sem honum líkar. Hann gefst þó ekki
upp og fer langt inn í sveitina, þar sem hann finnur sæmilegar hell-
ur, en langt og erfitt var að flytja þær, og auðsætt að í það myndu
fara margir dagar. Fannst Þorláki það að vonum slæmt og hafði
nokkrar áhyggjur af, því mörg fleiri verk biðu óunnin.
Eina nótt dreymir Þorlák, að stór og fönguleg kona stendur við
rúm hans. Hún ávarpar hann og segir: „Þig vantar hellu á þakið
þitt, óþarft er fyrir þig að lcggja á þig það erfiði að fara svo langt
sem þú gerir, og skal ég vísa þér á hellur hér nálægt og kom þú
mcð mér.“ Hún vísar honum á stað, sem hann þekkti vel, en þar
höfðu aldrei sést hellur nothæfar á þök. Hún segir við hann: „Hér
skaltu róta nokkuð niður í sandinn og muntu þá finna nóga og
góða hellu. Hér var bærinn minn, en hann tók af í gosi úr Öræfa-
jökli, ég heiti Æsgerður og var húsfreyjan á þessum bæ, og til
marks um, að ég hef verið hér og segi þér satt, muntu finna hell-
una, er þú Ieitar.“ Þorlákur fer dag eftir og rótar þar til, er konan
vísaði honum, og kemur þá niður á stórt Iag af hellum, sem voru
rnikið betri og hentugri en þær, sem hann þurfti að sækja langar
leiðir, og voru nú vandræði hans leyst á þann hátt, sem hér segir
frá.
Nokkru seinna eignaðist Þorlákur dóttur, sem hann lét heita
Æsgerði. Hann eignaðist mörg börn, en lét sér mest annt um Æsu
sína. Æsgerður fluttist norður í land og eignaðist þar afkomendur.
Þorlákur Jónsson var sonur Jóns Höskuldssonar Landeyings og
bróðir Eymundar Jónssonar í Dilksnesi.
Þorlákur sonur Þorláks Jónssonar smíðaði ljósahjálminn í Hofs-
kirkju í Öræfum.
,,Hellutak“ Þorláks var þar, sem Gísli Gestsson gróf upp Graf-
arbæ á Hofi.
DROTTINN HEFUR LÁTIÐ FERÐ MÍNA HEPPNAST
Ég ætla að segja hér sögu, sem ég veit ekki til, að hafi verið
skráð. Hún gerðist löngu áður en ég fæddist, og heyrði ég hana
sagða, þegar ég var lítil telpa. Síðan hef ég fengið nákvæmari lýs-
ingu á atburðunum, sem ég mun nú greina frá.
Goðasteinn
47