Goðasteinn - 01.09.1971, Side 56
menn þá úr austursveitum sýslunnar úr því kominn var miður
þorri út í Mýrdal, réðu sig í skipsrúm og vistuðu sig á bæjum um
sveitina og lágu við allt til vors. Voru þessir menn jafnan nefndir
vertíðarmenn.
I blaðinu Þjóðólfi sést, að hagur fólks í Leiðvallarhreppi er
orðinn svo bágur 1870, að hafin eru samskot á korni í Reykjavík
handa Meðallendingum, er verst eru staddir. Er birt þakklæti til
gjafakornsnefndar í Reykjavík fyrir 118 tunnur af korni „hvað
sanngjarnlega hún hefur við útbýtingu litið á eymdarhag Leiðvall-
arhrepps." Er þetta undirritað af 3 hreppstjórum 10. febr. 1871, og
í sama blaði þakkir frá séra Gísla Thorarensen á Felli f.h. Dyr-
hólahreppsbúa til Jóns umboðsmanns í Suður-Vík fyrir gjöf á hval-
reka í Meðallandi, sem var sjötti partur, en gjöfin gekk til fátækra
í umboði Leiðvallar- og Dyrhólahrepps, nálægt 20 hestburðir, er
skiptist jafnt milli hreppa. Gefur þetta hvortveggja ótvíræða lýs-
ingu á ástandi þessara sveitarfélaga úm þessar mundir.
Frá því sögur herma, að stundaður hafi verið sjór frá söndlum
Skaftafellssýslu, hefur verið útræði við Dyrhólaey, og mun það
að öllum líkindum hafa verið fyrsta útræðið í Mýrdal. Ekki hefur
það þó alltaf verið á sama stað við Dyrhólaey. Vitað er, að til
forna héldu menn skipum sínum út frá Kirkjufjöru sem er suður
af eystri hluta Dyrhólaeyjar og er oftast í daglegu tali kallað Lág-
ey og liggur vestan að fjörum Reynishverfinga. Eru þar bæði tákn
og örnefni, er styðja þetta enn frekar svo sem heitið Garðar, en
þar sér giöggt móta fyrir fiskigörðum, er fiskurinn hefur verið
verkaður á. Þá er og Sundmagasker, þar sem magarnir voru þurrk-
aðir og einnig nafnið Kvistdrangur, er trúlega dregur nafn af sjó-
fangi, er kvistað hefur verið niður og hengt í dranginn til herzlu.
Munnmæli segja, að er meðalkona gengi eftir Kirkjufjöru við
bergið, sæist á krókfald höfuðbúnaðar hennar upp fyrir brúnina,
en þar eru nú um 20 m háir hamrar og mjög stuttar fjörur frá sjó.
Þessi munnmæli gefa ef til vill mesta lýsingu á þessu forna útræði,
því þeir, sem bezt þekkja til, sjá strax, að þar hefur ekki getað
verið útræði nema miklar breytingar hafi átt sér stað um aldirnar,
og er trúlegast, að fallið hafi úr eitthvað af skerjum þar úti fyrir,
er mynduðu það mikil sundurslit í landsjó og þá einnig þær fjör-
54
Goðasteinn