Goðasteinn - 01.09.1971, Qupperneq 57
ur, að hægt væri að hafa skipsuppsátur neðan klettabeltis á Kirkju-
fjöru. Hvenær útræði hefur lagzt niður á þessum stað, skal engu
spáð um, en vafalítið skiptir það öldum.
Flytja menn þá skip sín vestur fyrir Dyrhólaey, og helzt útræði
þar síðan og kallað í Dyrhólahöfn.
Allir Mýrdælingar um og yfir miðjan aldur muna hvílíkt kapp
var lagt á að ná í björg úr sjónum. Ef færi gafst, var farið í
myrkri til sjávar að morgni, ef líkur voru fyrir að gæfi á sjó, og
komið í sand í þann mund, er lagljóst var, og stundum teflt djarft,
ef aflavon var úti fyrir; gjarnan setið á sjó til kvölds, þó lítið
væri kannski í aðra hönd, svo stopull þótti sjávaraflinn alltaf,
miðað við allt annað.
Við þennan þátt lífsbjargar skeðu þeir atburðir í fiskiróðrum
veturinn 1871 við Dyrhólaey, að 28 menn létu lífið, og eru það
cinu slysfarir við sjóróðra við Dyrhólaey, sem um getur fyrr eða
síðar.
Heyrði ég oft á þetta minnzt, er ég var barn, þó langt væri um
liðið, er talað var um slysfarir, og var þetta jafnan nefnt „mann-
tapinn við Dyrhólaey“.
Skal nú sagt hér frá fyrra slysinu og er að mestu leyti stuðzt
við Grímseyjarannál, þar sem sagnir af því hafa ekki varðveitzt
nægilega skýrar manna á milli, og bcr eflaust tvennt til um það,
í fyrsta lagi, að skipið, er barst á, er aðkomuskip, sem leitar lend-
ingar úr næstu róðrarstöð og hitt, að mennirnir sem drukknuðu eru
báðir utansveitarmenn. Svo segir í Grímseyjarannál: „28. febrúar
var almennt róið í Mýrdal. Gengu í Reynishöfn 2 áttæringar og 1
sexæringur. Stýrðu þeim Hjalti, Finnbogi og Jón synir Einars Jó-
hannssonar, hreppstjóra og bónda í Þórisholti í Mýrdal.
Sjór var slæmur og brimaði mjög, er á daginn leið. Urðu þeir að
leggja frá og út í Dyrhólahöfn. Voru eyjarskeggjar að lenda, er
hinir komu og köllu sjó þar fullgóðan.
En meðan þeir seiluðu og bjuggust til lendingar, spilltist sjór,
því það tók nokkurn tíma, með því allir höfðu fiskað vel og mest
lúðu. Þeim Hjalta og Finnboga gekk vel að lenda. En er bátur
Jóns, sem var síðastur, tók niðri, reið yfir hann ólag mikið, er
fyllti hann þegar og braut.
Goðasteinn
55