Goðasteinn - 01.09.1971, Side 66
gjörðu þeir, áður en þeir tóku til starfa, procurator Jóni Guð-
mundssyni kost á að vera 3. maður í þessari nefnd, er hann þáði
þakksamlega.
Svo segir í júníblaði Þjóðólfs, og verður hér stuðst við heimildir
úr því blaði af og til. Má telja víst, að Jón Guðmundsson hafi ver-
ið þessa mjög fýsandi. Var hann áður sýslumaður og alþingismað-
ur Skaftfcllinga og sat á Kirkjubæjarklaustri, svo hann hefur þekkt
alla hér eystra, cr hlut áttu að máli.
Nefndin hugsaði sér fyrst að safna bara í Reykjavík, en seinna
breyttist það; voru hafin samskot víða um Reykjanesskaga og ná-
grenni Rcykjavíkur, Eyrarbakka, Vestmannaeyjar og Kaupmanna-
höfn, er hafði allt hina mestu þýðingu, og er svo að sjá að heildar-
söfnun þessi hafi numið, reiknað í dalatali, samtals 1181 ríkisdal
72 skildingum. Er næsta ótrúlegt, eins og árferði er búið að vera
oft erfitt undanfarin ár, hvað brugðizt hefur verið vel við þessari
fjársöfnun, er t. d. getið sérstaklega um heiðursmanninn Árna
Þorvaldsson á Meiðastöðum í Garði, að hann hafi gefið ekkjum
og munaðarlausum börnum í Dyrhólahreppi upp á 50 ríkisdali.
Það er fróðlegt að sjá, hvað þeir þremenningar í nefndinni vinna
skipulega, halda reglulega skýrslur, hvernig fénu er varið, hvað fer
fyrir bjargræðisgripi, korn og einnig hvað er afhent í peninguím.
Eflaust hefur þessi hjálp haft geysiþýðingu og forðað hungri.
Sjóslys það, sem einkum hefur verið gert að umtalsefni hér,
mun eitthvert hið stærsta í sögunni frá útgerðarstað af þessu tagi,
þar sem ekki eru neinar verbúðir, hcldur allir sjómenn dreifðir um
sveitina yfir vertíðina.
Þótti mér ekki síður hlýða að ekki félli í gleymsku það, sem
varðveitzt hefur um sögu þess í mín eyru. Heimildir skýra sig sjálf-
ar, að því leyti, sem rakið er úr annálum og blöðum, en utan þess
er að mestu leyti stuðzt við frásögn Jóns Kristjánssonar, Norður-
Hvoli, er lézt 1957 og Sigurðar B. Gunnarssonar í Litla-Hvammi, er
báðir voru lengi samskipa Runólfi í Dyrhólahjáleigu á Svan. Einn-
ig er hér stuðst við sagnir Sigrúnar Runólfsdóttur frá Dyrhóla-
hjáleigu.
Kann ég þessu fólki þakkir fyrir.
64
Goðasteinn