Goðasteinn - 01.09.1971, Síða 67
Sölvi St. Jónsson, Sigurðarstöðum:
Tvær sjúkrasögur
HÁLSMEINIÐ
Árið 1924 var að mörgu leyti erfitt ár. Þá gekk yfir lömunar-
veiki scm faraldur, er lagði marga í gröfina, en fleiri voru þó er
báru ævilöng merki um lömunina. Veikin kom á mitt heimili en
ekki slæm.
Þetta vor var ég ekki vinnufær vegna ígerðar í hálsi, er ekki
vildi gróa, þó skorið væri í. Var ég því sendur til Akureyrar. Var
gert ráða fyrir að ég gengi í ljós. 19. júlí fór ég að heiman, var
þá ekki heyskapur byrjaður, sem var óvenjulegt, en þetta er eina
sumarið, er ég snerti ekki hrífu eða orf. Tíðin varð líka um sum-
arið afar erfið til heyfanga.
Ég fluttist fljótlega á Sjúkrahús Akureyrar. Þar var læknir Stein-
grímur Matthíasson, sonur þjóðskáldsins. Sjúklingar voru margir af
ýmsum gerðum, margir berklasjúkir og þá á fótum, nokkrir höfðu
lömun. Berklarnir voru mjög útbreiddir um sveitir, enda var heilsu-
hælið að Kristnesi ekki risið upp.
Mátti því segja „að allt væri í einum potti“ hvað sjúklingunum
viðkom, Nokkrir fcngu brjósthimnubólgu af berklasmitun, þeirra
á meðal var ég. Ég var alltaf á fótum um sumarið og ekki fráleit-
ur að grípa hcndi til smávika í þessu algjörða athafnaleysi.
Steingrímur læknir var hress og glaður og hið mesta hraust-
menni, vildi rannsaka allt og lét ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Goðasteinn
65