Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 68

Goðasteinn - 01.09.1971, Blaðsíða 68
Þar voru berklarnir eitt rannsóknarefnið. Einn maður var þarna, er hafði berkla í ökklabeini. Eftir vonlausar lækningatilraunir í langan tíma, var ákveðið að taka fótinn af; var það gert um mjóa- legginn. Nú vildi Steingrímur læknir rannsaka þá breytingu, er hefði orð- ið á beininu við sjúkdóminn, en til þess varð að sjóða fótinn, var settur upp pottur með vatni, fóturinn í. Þetta var sett á prímus en læknir biður mig að vera „kokk“. Af eðlilegum ástæðum stóð suðan yfir í fleiri klukkutíma, þar til álíta mátti að hægt væri að skoða beinið. Fremur var verkið ófýsilegt, og heldur lagði ólystuga gufu úr pottinum. Að lokum fékk Steingrímur beinið til athugun- ar, mátti þá glöggt greina hvernig beinátan hafði leikið það. Maðurinn, er fótinn átti, fékk bata, stundaði skósmíðar lengi vel og kallaður ,,á löppinni". Hálsmeinið viidi ekki batna þrátt fyrir ljós og sólböð og tilrauna- sprautur, greri öðru hvoru en safnaðist fyrir á milli; varð þá að skera í, og skafa upp með „skarpri skeið“, en svo var áhaldið nefnt. Þannig leið tíminn, ég fæ brjósthimnubólgu, ligg í hálfan mánuð en rólaði eftir það á fótum. Læknir var grunsamur að berklar væru að verki. Seint í nóvember færir Steingrímur í tal að ég fari til Reykjavíkur til Gunnlaugs Claessen í gegnlýsingu. Ég tók því vel ef til bóta gæti horft með hálsmeinið. Ég stóð á tvítugu, en til Reykjavíkur hafði ég ekki komið og þetta gat verið dálítið ævintýralegt. i.. desember lagði ég af stað með Esju, en sú ferð stóð n daga. Fullskipað var af farþegum, víða var komið, oftast gott í sjó og var ýmislegt sér til gamans gert og mikið sungið. í þessari ferð bauð piltur mér sígarettu, er ég þáði og kveikti í. Var það sú fyrsta af þeirri tegund, en ég fleygði henni hið bráðasta, og síðan hef ég aldrei reykt eða notað tóbak, og uni því ágætlega. Ég hafði bréf í höndunum frá Steingrími lækni til „collega“ hans á Sauðárkróki og Isafirði. Er þangað var komið fór ég með plagg- ið til Vilmundar læknis, en það gaf til kynna á latínu, hvað að væri, en skipta þurfti á umbúðum. Það var gert án greiðslu. í Stykkishólmi var boðuð leiksýning, var það „Happið“ eftir Pál Árdal. Ég fór á leikinn ásamt mörgum öðrum. Var það mjög 66 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.