Goðasteinn - 01.09.1971, Side 70
við okkur ágætlega, því flugeldar, klukknahringingar og skipaflaut
var mér nýung.
Eftir nýárið voru nokkrir dagar, er ég notaði til skemmtunar
og fróðleiks, fór í kirkjur, í söfnin, er ég kom þá á í það eina
skiptið. Þá kom ég í kvikmyndahús og sá „Island í myndurn" eftir
Loft Guðmundsson. Af því var ég ákafiega hrifinn, því íslenzkar
kvikmyndir voru þá sjaldgæfar. Síðasta kvöldið fórum við félagar
á álfadans og brennu á íþróttavellinum og á eftir á kaffihús. Var
það kvöld ágætt. 6. jan. 1925 fór ég heim með ,,Díönu“, norsku
skipi; var farþegapláss fremur slæmt en eftir 2 daga var komið til
Akureyrar. Eftir 4 daga þar frá var ég kominn heim. Var þá harla
feginn, hafði verið hálft ár í burtu og var nú fagnað sem heimt-
um úr helju.
ÞEGAR ÉG VAR BRENNDUR!
Þó hálsmeinið væri læknað, hafði ég þann bagga á baki er var
brjósthimnubólgan, er ég fékk á Sjúkrahúsi Akureyrar 1924. Hún
gerði mér þann óleik á næsta sumri, að ég var þollaus til vinnu en
hiti lítill. Snemma í júlí 1925 fékk ég bréf frá frænda mínum og
skólabróður búsettum austur á Fljótsdalshéraði. Þar segir hann frá,
meðal annars, sjúkleika sínum og lækningu hjá Grasa-Þórunni, en
hún var þá stödd á Seyðisfirði. Brenndi hún hann með hráolíu,
en eftir að olían var búin að draga út óheilindin, græddi Þórunn
með grasasmyrslum. En eftir þessar aðgerðir taldi hann sig hafa
fengið mikla bót, en hann hafði brjósthimnubólgu.
Eftir lestur þessa bréfs, fer ég að hugsa sem svo, að slíkar að-
gerðir mundu geta átt við mig og því væri heillaráð að leita til
Þórunnar. Þá var fyrst að frétta um skipaferðir. Símastöð var næst
á Ljósavatni, 20 km frá. Þangað fer bróðir minn, ríðandi, og kem-
ur með þær fréttir að eftir nokkra daga komi Goðafoss á austur-
lcið til Húsavíkur.
Þar með var ferðin ákveðin. Ég beið á Húsavík í 3 daga, því
skipinu scinkaði eitthvað. Þá klifraði ég upp á Húsavíkurfjall þar
sem það er hæzt og komst þar í lífsháska vegna bratta, en er upp
á hæztu bunguna var komið, starði ég fram til kunnu fjallanna
og út á sjó, allt til Grímseyjar.
Að lokum kom „Goði“ að næturlagi og hafði skamma viðdvöl.
68
Goðasteinn