Goðasteinn - 01.09.1971, Side 80

Goðasteinn - 01.09.1971, Side 80
Þar átti forðum sinn unaðsdraum ýtur svanni, hreinn, síðar hljóður og einn, sinn hverfula draum. I brekkunni er hrím. Við bjartan straurn drúpir blágrýtissteinn, horfir hljóður og einn í hyldjúpan straum. SUMARIÐ FÓR í GÆR Á fjallatindum er frost og snjór, færist þú, vetur, nær. Líður í geiminn léttur kór, lóan, með hljóðin skær. Flögrar í skjólin furðu stór, flokkur, með loðnar tær. Kveinar við hleinar saltur sjór. Sumarið fór í gær. VÖGGUVÍSA Er líður kyrrð um dalinn og litlu blómin anga og ljúfur blærinn strýkur þýtt um vanga og hljóðnaður er fuglinn með höfuð undir væng og hnigin fögur sólin við hafsins mjúku sæng, þá lokast bláu augun þín, ég held um þína hönd. Þú hverfur inn í sólskins draumalönd. 78 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.