Goðasteinn - 01.09.1971, Side 81

Goðasteinn - 01.09.1971, Side 81
NÝÁRSNÓTT Nú allt er svo fagurt, heilagt og hátt og hugurinn fanginn og dreyminn. Á ljósvakans gígjur er leikið dátt, þær ijóða í þögn út í geiminn. Og landið mitt kæra svo ljómandi bjart við lýsandi stjörnur og mánans skart og mjallarbreiður, sem brúðarlín, bylgjast um álfaheiminn. Svo líður nóttin, með Ijúfri mund, mig laðar í vængjanna skugga, og frostrósum ritar hin fleyga stund frostspár á lítinn glugga. UNDIR TRJÁNUM Andvarinn bærir rein og rein, rjóð eru blöðin og undur hrein, hve gott er í greinanna skugga, rósfingur líða um stein og stein, stirnir á ljósálfa glugga. KVÖLDFRIÐUR Bærist lauf við birkistofna, blærinn kveður nær og fjær. Veikar fjólur væran sofna, vakir stjarna á himni skær. Lindin niðar, niðar hljótt. Vildi ég þessUm vinum mínum vera með í alla nótt.

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.