Goðasteinn - 01.09.1971, Page 84

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 84
Þórarinn Þórarinsson frá Mörtungu á Síðu batt ástir við Katrínu Þórðardóttur frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Dóttir þeirra var Ragnhildur kona Gísla Engilbertssonar verzlunarstjóra í Vest- mannaeyjum. Þau Katrín og Þórarinn bjuggu saman m. a. að Hallskoti í Fljótshlíð, en báru ekki gæfu til samþykkis. Ljóðið er eftir Þórarinn. Það er tekið hér eftir handriti Tómasar Sig- urssonar á Barkarstöðum. Fyrirsögn þess er þaðan fengin. Guð- björg, sem hér getur um, var hannyrðakonan alþekkta, Guðbjörg Eyjólfsdóttir í Fljótsdal. Ónýta vatnið augun sjá Loftur bóndi á Tjörnum undir Eyjafjöilum var staddur á bæ ásamt nokkrum öðrum bændum. Varð hann þess var, að brenni- víni var hellt út í bolla viðstaddra. Af einhverjum ástæðum fórst fyrir að bjóða Lofti út í kaffið. Hann horfði niður í bollann og mælti stundarhátt: „Ónýta vatnið augun sjá.“ Var þá bætt fyrir gleymskuna. Einu sinni sem oftar var Loftur með í því að þurfa að leggja frá og fara til Vestmannaeyja. Það drógst nokkuð, að þeir kæm- ust til landsins og reru þá hvern dag frá Eyjum og mokfiskuðu. Fremur voru þeir illa haldnir í þessari útlegð, gátu þó einhvers staðar holað sér niður til að leggja sig útaf, er tími gafst til, en verra var með vökvun og mat. Sumum þeirra þótti þetta ill ævi, en Loftur var hinn brattasti og sagði: „Þetta kemur mönnum í álnir.“ Handrit Sigurður Brynjólfssonar í Keflavík, en hann nam af móður sinni, Margréti Guðmundsdóttur frá Vatnahjáleigu. 82 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.