Goðasteinn - 01.09.1971, Page 85

Goðasteinn - 01.09.1971, Page 85
Vilhjálmur Ólafsscni frá Hvammi: Eitthvað var það i Óboðnir gestir Vorið 1908 var ég hjá Finnboga Höskuldssyni og Elísabetu Þórðardóttur í Skarfanesi á Landi. Þar skeði þetta atvik seint um kvöld: Hjónin og börn þeirra voru sofnuð. Ég var nýháttaður, en Margrét systir Elísabetar var í herbergi fyrir framan boðstofu- dyrnar við að ganga frá glertaui. Allt í einu heyrði ég, að rjálað var við læsingu uppi á lofti yfir rúmi mínu, en svo hagaði til, að hægt var að ganga inn á loftið utan frá. Þessu næst heyrði ég, að hurðin þar uppi hrökk upp og að gengið var inn á loftið. 1 sömu svipan fannst mér bað- stofan fyllast af fólki. Ekkert sá ég en greinilega fann ég þrengslin kringum mig. Var líkt og strokizt væri við rúmstokkinn, og ys og þys var að heyra um allan baðstofupallinn, líkt og af dunandi dansi. Ég kallaði lágum rómi til hjónanna, en þau voru sofnuð. Þá kallaði ég til Margrétar, sem kom inn í dyrnar. Ég spurði, hvort hún heyrði ekki fyrirganginn í baðstofunni, en rétt í því hvarf öll ókyrrð inni. Ég snaraði mér í fötin og fór út til að skyggnast eftir, hvort þar væri nokkuð kvikt að sjá en svo var ekki. Veður var blítt og blæjalogn. Líklega var þetta fyrirboði þess, að hálfum mánuði síðar brann íveruhúsið í Skarfanesi. Veðri var þá alveg eins háttað og þetta kvöld. En hvað vildu verurnar, hinir óboðnu gestir? II Hvað er að koma fyrir lampann? Þetta bar til á kvöldvöku í nóvember 1917, er ég var búandi í Skarðseli á Landi. Við vorum setzt inn, ég og Margrét mín og Goðasteinn 83

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.