Goðasteinn - 01.06.1983, Síða 12
Einars Sighvatssonar á Skála. í bókaböggli Jóns voru 3
handrit. Par voru Rímur af Olgeir danska eftir Guðmund
Bergþórsson, skrifaðar æruprýddum yngismanni Ara
Jónssyni, Arasonar, árið 1791 af „skjálfhendum og sjón-
döprum kalli". í bókbandinu var sendibréf til Páls Guð-
mundssonar bónda á Keldum. Annað handritið varðveitti
tvær Islendingasögur og eina riddarasögu, allar skrifaðar
af Sighvati í Skálkoti árin 1815—1827. Petta var óvæntur
og kærkominn safnfengur og brún safnmannsins lyftist
til góðra muna. Samdægurs hringdi ég Jón Vigfússon upp
suður á Hrafnistu og þakkaði eftir föngum ræktarsemina
við ættarbyggðir í Rangárþingi. Hann lét lítið yfir gjöf
sinni. í lok samtals spurði hann og ekki út í hött: „Verð-
ur þú ekki einhvern tíma á ferð?"
Nú leið og beið til laugardagsins 14. nóvember 1981.
Pá gelck ég upp á þriðju hæð í Hrafnistu í Hafnarfirði til
að taka í hönd Jóni Vigfússyni og færa honum ársritið
Goðastein að venju margra ára. Mér var vel fagnað og
fram úr skáp var dreginn annar bókaböggull og fenginn
mér í hendur. Þarna var enn eitt handrit og hvað skyldi
það þá annað vera en Tyrkjaránsbókin margumtalaða,
bók Sighvats í Skálakoti frá 1824, og hún svaraði ýmsu
sem eftirrit hennar frá 1829 var þögult um.
Handritafræðingur með gamalt handrit í höndum á við
nokkurn vanda að etja, ef forrit þess er glatað, ef til vill
vant nokkurra tengiliða milli þess og mun eldra hand-
rits. Á kostnað hvers skal reikna vondan, umbreyttan
texta? Með handrit séra Jóns Austmanng í höndum vissi
ég harla lítið urn handritið sem hann hafði skrifað eftir,
Hafði fullrar nákvæmni verið gætt við afrit textans? Nú
var forrit Jóns komið til samanburðar og sá samanburð-
ur var Ofanleitisprestinum í óhag, textinn í afriti hans
reyndist mjög úr lagi færður, skipt var um orð, orð voru
felld niður, efni var fellt niður, efni var fært til. Einu
notin af handriti séra Jóns eftirleiðis eru það sem hann
leggur til frá sjálfum sér um Odd Pétursson á Hánni.
10
Goðasteinn