Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 11

Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 11
jörðu á bæjum þar sem voru hálfkirkjur eða bænhús á miðöldum. Til skamms tíma var og heitið Kirkjugarður notað um blett framan við gamla bæjarstæðið á Fornusöndum. Auðunn á Helgusöndum taldi að Stóri-Dalur hefði eignast Dals- fjöru fyrir Sandalandi er alkirkja var lögð niður á Þorgeirsstöðum en ekki er það líkleg skýring. Dalsmáldaginn sem talinn er frá 1371 er síðasta skrifaða heimild- in um Sandakirkju og verður nú ekkert um það sagt hvenær kirkjan var aflögð. Ekki er þó ólíklegt að það hefði gerst um 1400 og gæti verið tengt þeim umskiptum er byggð var flutt frá gömlu Söndum langt útsuður í Sandaiand. Rannsókn á kirkjustæðinu á Fornu- söndum kynni að geta gefið m.a. bendingar um það hvenær kirkjan var niður felld. í byrjun 16. aldar voru Sandar í eigu Dalverja undir Eyjafjöllum, einnar ríkustu ættar landsins. I fjárskiptabréfi eftir Einar Eyjólfs- son í Dal andaðan, skráðu 1522, voru Hólmfríði Erlendsdóttur hinni ríku, ekkju hans, m.a. útlagðir Sandar í mati 20 hundruð (DI, IX, bls. 87). Jörðin gekk frá Hólmfríði til sonar hennar, Eyjólfs í Dal, sem síðar skipti á henni og fleiri jörðum fyrir Steina undir Eyjafjöllum, svo sem sjá má á skiptabréfi Eyjólfs Einarssonar, gerðu í Stóra-Dal 25. ágúst 1558. Jörðin var þá óbreytt í mati (DI, XIII, bls. 326) og áföll seinni tíma röskuðu því ekki. Eigendur Sanda á seinni hluta 16. aldar, Árni Ásmundsson og Guðný kona hans, eru ættlaus í heimildum en hljóta að hafa verið af góðu bergi brotin. Bróðir Árna, Jón, átti í meiriháttar erjum við héraðshöfðingjann Nikulás Björnsson sýslumann á Seljalandi. Helst er svo að sjá að Jón hafi búið á Fit undir Eyjafjöllum og því verið nágranni sýslumanns. Kristín fyrri kona Nikulásar, dóttir Markúsar á Núpi og Seljalandi, átti að móður Sesselju dóttur Eyjólfs í Dal og Helgu dóttur Jóns biskups Arasonar. Nikulás fékk Seljaland með konu sinni. Gísli Árnason sýslumaður dæmdi um mál Nikulásar og Jóns á héraðsþingi í Holti 15. og 16. maí 1599. Komu þar fram margar sakir á hendur Jóni og var ein sú að hann hefði farið vopnaður í veg fyrir menn Nikulásar í heift og hatri og varið þeim og varnað réttan veg heim að ríða til Fitjar. Goðasteinn 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.