Goðasteinn - 01.06.1986, Side 15

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 15
jafnan undan í byggingabréfum til landseta, allt fram um aldamótin 1900. Nafnbreyting frá Þorgeirsstöðum til Sanda bendir ótvírætt til sandfoks. Syðsta bæjarrústin á gljánni í Sandalandi, á vestra væng rústanna, var að sögn eldri manna rúst bæjarins Melar sem um getur í fornri bæjarþulu Eyjafjalla og áreiðanlega er ekki yngri en frá seinni hluta 16. aldar. „Melar eru farnir” segir þar og staða bæjarins í þulunni og heiti benda til Sandhólmasvæðis. Sandar eiga í þulunni þessa umsögn: „Sandar, sínum görðum granda”. Þetta mun fremur eiga við hjáleigur bæjarins en túngarða og vitnar um sandfok eða landbrot. Bæjarstæðin 6 fram á gljánni, í Sandalandi, eru órækt vitni um baráttu Sandabænda við foksandinn sunnan frá hafi. Markarfljót kynni einnig að hafa komið þar við sögu. Jarðabókin 1709 getur þess um nágrannabýlið Vesturholt að engjar jarðarinnar spillist árlega af sandi og þurrlendi síðan Markarfljót hafði ekki framrás þar hjá. Heimildin sýnir að Markarfljót rann austur um land Vesturholta á 17. öld. Farvegur fljótsins kynni þó að hafa legið fram austan Nýjabæjar og ekki um Sandaland. Guðríður Hallsdóttir, sem ólst upp á Fornusöndum á fyrri hluta 19. aldar, sagði Guðjóni Einarssyni á Fornusöndum að amma sín, Guðrún Guðmundsdóttir í Nýjabæ, hefði munað eftir grónu kjarr- lendi og dömmum þar sem síðar var ægisandur á gljánni. Kjarr- lendið hefur verið víðirunnar fremur en birki. Guðjón Einarsson sá margsinnis viðarrenglur koma upp úr gljánni fyrir framan Sand- hólmann og styður það sögn Guðríðar. Bæjarstæði og minjar Bærinn á Fornusöndum er landnorðanvert í Sandatorfu. Til útsuðurs frá honum er bæjarstæði síðustu Hjáleigusanda, hár, aflangur grashóll og hafa verið um 330 m milli bæja. Hjáleigu- sandahóll er vestan við markaskurðinn milli Fornusanda og Hjá- leigusanda sem grafinn var eftir landskipti í Sandatorfu. Hóllinn er Goðasteinn 13

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.