Goðasteinn - 01.06.1986, Page 16

Goðasteinn - 01.06.1986, Page 16
það hár og mikill ummáls að þarna hlýtur að hafa verið vist nokkurra kynslóða. Byggð féll niður sökum sandfoks árið 1861. Býlið lagðist endanlega undir Seljalandssel er eigandi þess, Sigur- veig Einarsdóttir á Seljalandi (1812—1905) gaf Högna Sigurðssyni á Seljalandi próventu sína. Högni varð síðar bóndi í Seljalandsseli. Á seinni hluta 19. aldar náði gljáin því nær upp að bæjarstæði Hjá- leigusanda. Foksandur barst þá oft heim í kálgarð á Fornusöndum. Nú er um 230 m breitt graslendi frá Hjáleigusöndum fram að gljá. Um 253 m ssv. frá fremstu brún graslendis, fram frá Hjáleigu- söndum, er aflöng, blásin bæjarrúst sem lítið er nú leift af. Drjúgan þátt í eyðingu hennar átti það að bændur í Sandhólma sóttu þangað allt það grjót sem til varð náð úr fornum byggingum. Gamalt Sandafólk sagði að þarna hefði staðið bærinn Stekkjarbakki. Meiri líkur væru þó fyrir því að þarna væri eldra bæjarstæði Hjáleigu- sanda. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur nefnir þessa rúst FO I, hefði allt eins mátt vera FS I en rétt er að halda fyrstu merkingu. Ég nefni þessa rúst nú FOI, a og veldur því rúst sem síðar kom í leitir. Þann 7. október 1985 gekk ég fram gljána í Sandalandi. Hún var þá óvenju þurr eftir þurrkasumar. Veruleg hreyfing hafði verið á sandi og vænir sandskaflar voru í öllum skjólum við melakolla. Ég fann þá áður óþekkta bæjarrúst um 140 m ssv. framan við rústina FO I. Þarna var helludreif á litlu svæði og smásteinar, þrjú sleggju- steinsbrot, einn vaðsteinn og nokkrar fúnar smáspýtur. Þarna var engin veggjabrot að finna og engan vott af gólfskánum en lítið eitt af eldhúsösku sást á einum stað. Byggð hefur sennilega staðið þarna stuttan tíma. Rústina nefni ég FO I, b. Mesta bæjarrústin á þessu svæði er 310 m til útsuðurs frá FO I,a. Þar hefur til skamms tíma verið melur en um og eftir 1980 voru síðustu melræturnar að eyðast þar og í svipinn er öll bæjarrústin í ljósmáli. Hún nefnist FO II. Þarna eru enn óeyddir húsgrunnar og fornleifarannsókn væri fremur auðveld. Mestar líkur eru til að þarna hafi Sandabær staðið frá 15. öld og fram til 17. aldar. Um 348 m til útnorðurs frá FO II er bæjarrúst að nokkru hulin af meldyngjum en helludreif milli þeirra bendir til byggðar. f þessa rúst sótti Helgi Jónasson bóndi á Helgusöndum talsvert grjót laust 14 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.