Úrval - 01.10.1976, Page 4
2
ÚRVAL
Hann hafði farið í Klúbbinn og það
hafði orðið kært með honum og
þrýstinni konu á besta aldri. Þau
fylgdust heim til hennar. Hún
opnaði hægt og hljótt og það var ekki
kveikt meira en nauðsynlegt var af
ljósum. Þau gerðu stuttan stans í
stofunni, við ,,hitt og þetta bauk,
sem hæfir helgum stað,” — eins og
segir í ljóðinu — en síðan leiddi hún
hann með sér inn í svefnherbergið.
„Háttaðu þig nú alveg, vinur,”
hvíslaði hún. „Farðu svo upp í
bólið og bíddu mín.”
Hann lét ekki segja sér tvisvar,
snaraði sér úr spjörunum og fleygði
sér upp í. Eftir stundarkorn kom hún
aftur, kveikti bjart ljósið í loftinu og
sagði hátt og snjallt við þrjú syfjuleg
börn, sem með henni voru:
„Þarnasjáiði, krakkar, hvernig þið
verðið, ef þið takið ekki lýsi!”
Kona með barn kom upp í strætis-
vagn og henti peningum í boxið.
Bílstjórinn stöðvaði hana og sagði:
„Frú mín góð, þessi telpa er eldri en
tólf ára. Þú verður að borga fullt fyrir
hana.”
Konan fauk upp: „Eldri en tólf
ára? Hvernig getur hún verið eldri en
tólf ára? Ég hef ekki verið gift nema í
tíu ár!”
„Ég tek á móti peningum,”
hreytti bílstjórinn út úr sér, „ekki
játningum!”
★ ★ ★
Meðan stóð á óeirðunum á Kýpur,
var verið að yfirheyra bílstjóra, sem
hafði tilkynnt sprengingu um
nóttina.
„Hve langt burtu var þessi spreng-
ing?” spurði liðsforinginn, sem
stýrði yfirheyrslunni.
„Það er erfitt að segja,” svaraði
bílstjórinn.
„Þú hefur heyrt sprengingu áður,
er það ekki?” spurði liðsforinginn
snakillur.
,Jú, herra minn.”
, Jæja þá, hve langt frá þér var þá
sprengingin?”
í sama bili buldi við brestur, svo
allt ætlaði ofan að keyra, og glerið úr
gluggunum þeyttist inn í herbergið.
Bílstjórinn sneri sér grafalvarlegur að
liðsforingjanum, sem hafði kastað sér
á gólfið, og sagði með stakri rósemi:
„Hún var svo sem fímm til sex
metrum lengra frá mér en þessi,
herra liðsforingi.”
★ ★ ★
★ ★ ★