Úrval - 01.10.1976, Page 5
3
Dóttir okkar var vel gefin, elskuleg, vinscel og
gekk vel það sem hún tók sér fyrir hendur
, ,fullkomin, ’ ’ fannst okkur a allan hútt. Og svo
gerðist það eitt skelfilegt kvöld, að hún reyndi
að stytta sér aldur.
„ÁST ER EKKI NÓG”
— Margaret Stern Mattisson —
\y \y \y \y \tr
V!\ V*\ VI* VK Vi\
If
*
*
*
V
.'KNOIOKVK
/.\ /*\ /I\ /I\
ið hjónin sitjum í þriðju
röð í áheyrendasalnum
og bíðum þess að heyra
Katie kallaða upp, bíð-
um eftir því, að hún
verði brautskráð. Mike þrýstir hönd
mína og brosir. Við erum stolt og
þakklát. Einu sinni hefði ég ekki
getað ímyndað mér að Katie braut-
skráðist úr menntaskóla. Ég minnist
þess tíma....
Generalprufan á H.M.S. Pinafore
var kominn vel á veg hjá safnaðar-
félaginu okkar. Ég var í kórnum og
stóð með níu öðrum konum — við
vorum allar húsmæður sem höfðum
boðið okkur fram til þessa starfs sem
sjálfboðaliðar til góðgerðastarfsemi
— í stífum, glansandi bleikum kyrtli.
Þá birtist einn af starfsmönnum
kirkjunnar, ritari safnaðarins, gaf
mér merki og myndaði með vörunum
orðið „síminn!”
Ég laumaðist burt og til skrifstof-
unnar, viss um, að þetta væri Mike að
segja mér að hann yrði seinn, eða Joe,
elsti sonur okkar, að hringja úr
skólanum, eðajimmy að segja mér að
hann hafði tafist á fótboltaæfingu —