Úrval - 01.10.1976, Blaðsíða 13
NOTKUN VIÐBÖTAREFNA íMATVÆLAFRAMLEIÐSLU
11
málum, ef í þau væru ekki sett varn-
arefni. Nú er bætiefnunum C og D
ásamt joði bætt í ýmis matvæli, og
hefur slíkt næstum útrýmt skyrbjúg,
beinkröm og hálskirtlabólgu. Nitrit-
um er bætt í kjöt og fisk í vinnslu,
og hefur slíkt orðið til þess að halda
matareitrun mjög í skefjum. ’ ’
Efnið butylated hydroxyanisole
(BHA) er mikið notað til þess að
draga úr skemmdum á vörum úr
hnetum og maís og brauðum og
kökum. Kornflögur, sem efni þessu
hefur verið bætt í, haldast óskemmd-
ar í heilt ár í stað fjögurra mánaða,
þegar engu slíku efni er bætt í bær.
Þetta efni gerir því fært, að framleitt
sé meira í einu, að minna fari
til spillis af matvörum og að þær
verði ódýrari fyrir neytendurna. Það
hafa jafnvel verið færðar sönnur á, að
fækkun magakrabbatilfella megi
verulega þakka notkun BHA.
Þeir, sem gagnrýna notkun mat-
vælaviðbótarefna, halda því fram, að
þetta séu kemisk efni og því óeðiileg
og hættuleg. Whelan svarar þessari
ásökun með eftirfarandi orðum: ,,I
rauninni vitum við meira um þessi
kemisku efni en um kemiska sam-
setningu sjálfra matvælanna. Efni
þessi hafa staðist strangar prófanir og
tilraunir, sem ekki hefur verið krafist,
að gerðar séu á miklum meirihluta
náttúrumatvæla. Náttúrumatvæli eru
aðeins flókin sambönd kemiskra
efna, þegar allt kemur til alls, og
hefur kemiskt efnainnihald margra
matvælategunda ekki verið ákvarðað.
Kartöflur innihalda til dæmis um
150 mismunandi kemisk efni, þar á
meðal solanine, oxalsýru, arsenik,
sútunarsýru (tannin) og nitröt. Það
er sérstaklega solanine, sem getur
verið mjög eitrað. Um það efni hefur
Whelan þetta að segja: ,,Hver
bandaríkjamaður neytir að meðaltali
110 punda af kartöflum árlega og
gleypir þannig 9700 milligrömm af
solanine, sem er nægilegt magn til
þess að drepa hest, væri þess neytt í
einu lagi.”
Sum hinna svokölluðu „heilsu-
matvæla”, svo sem sassafraste, inni-
halda safrole frá náttúrunnar hendi,
en Matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur
bannað, að því efni sé bætt í
matvæli (enda er það efni nú tekið úr
teinu, áður en það er sett á markað),
vegna þess að það veldur krabba-
meini í dýrum. Þau efni er nú verið
að rannsaka með hliðsjón af þeim
grun, að þar sé um krabbameins-
myndandi efni að ræða, en þau eru
notuð við vinnslu reykts og óreykts
svínaflesks, og pylsna. Væri Delaney-
lagagreininni ekki aðeins beitt gegn
efnum, sem bætt er í matvæli,
heldur gegn matvælunum sjálfum,
yrði líklega bönnuð neysla um helm-
ings af allri matvælaframleiðslu
heimsins.
HLUTFALLSLEG ÁHÆTTA.
Matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur
birt skýrslu um viss efni, sem það
hefur bannað, vegna þess að þau ullu
krabbameini í tilraunadýrum og það