Úrval - 01.10.1976, Síða 21
KARATE — ÖFLUGT VOPN ÁNÁHALDA
19
árásarhneigðina. Cho kemst svo að
orði: „Karate breytir yfírgangsseggj-
um í heiðursmenn.”
Litur beltis karatemannsins gefur
til kynna átta mismunandi stig hæfni
hans, allt frá hinu hvíta belti, sem
byrjandinn gengur með, til svarta
beltisins, sem þeir einir fá, sem
staðist hafa próf í viðurvist nefndar
snjallra handhafa svarta beltisins. En
hver sá sem ávinnur sér þetta
heiðursmerki, fær jafnframt því eftir-
farandi áminningu: ,,Þú ert rétt
aðeins orðinn fullveðja í karate.”
Samkvæmt fornum venjum er um að
ræða tíu mismunandi hæfnisstig
handhafa svarta beltisins, en aðeins
nokkrum mikilvirtum meisturum
virðist takast að komast upp fyrir
áttunda stigið.
Hendur handhafa svarta beltisins
eru svo „banvænar”, að þær geta
brotið planka, múrsteina og molað
ísklumpa. Ábyrgur handhafi svarta
beltisins sannprófar ekki hæfni sína á
neinum, nema hann hafí fyrst sett
frauðgúmmíhlífar á hendur sínar og
fætur. í Japan barðist slíkur meistari
við 52 naut, eitt í einu, og notaði
aðeins berar hendurnar í stað sverðs.
Hann drap þrjú naut og braut hornin
á 48 nautum. Á vegum KFUK-sam-
takanna í New Yorkborg em haldin
sjálfsvarnarnámskeið, þar sem kennt
ersambland karate og judo. Af þeim
32.200 konum, sem lokið hafa
námskeiði þessu, urðu 140 síðar fyrir
árásum manna, sem ætluðu að beita
þær ofbeldi. Þær komust allar undan
óskaddaðar að öðm leyti en því, að
nokkrar hlutu smáskrámur, en þeim
hafði aftur á móti tekist að ráða
niðurlögum ofbeldisseggjanna,
þannig að þeir urðu alveg ósjálf-
bjarga.
Karateaðferðirnar, sem geta reynst
banvænar, hófust sem friðsamlegar
æfíngar árið 520 e. Kr., þegar
indverskur munkur, Bodhidharma að
nafni, ferðaðist til Kína og stofnaði
Zenregluna innan Búddhaátrúnaðar-
ins. Hann kenndi munkunum að
rækta hug sinn og líkama með erfíðri
æfíngu, þar sem tengd var saman
öndun og hugleiðsla, beiting handar-
innar sem vopns að hætti indverskra
hermanna og kínversk hnefaleika-
tækni, sem einkenndist af því, að
garparnir létust aðeins berjast með
hnefunum. Þessi æfíng hlaut síðar
nafnið kung-fu og reyndist einnig
vera ágæt sjálfsvararaðferð gegn árás-
um ræningja. Þegar áhrif Zenregl-
unnar tóku að breiðast út um Kína,
var farið að kenna kung-fu áreiðan-
legum áhangendum, sem strengdu
þess heit að þegja vel yfir bardaga-
tækni þessari. Hinn leyndi vöxtur
kung-fu kom í ljós á áhrifaríkan hátt í
uppreisninni gegn útlendingum í
Peking árið 1900. Erlendar ræðis-
mannsskrifstofur voru umkringdar
svo mörgum óvopnuðum mönnum
með hnefana í kung-fu-stöðu, að
vesturlandabúar kölluðu uppreisnina
Hnefaleikamannauppreisnina.
Sá karatestíll, sem nú einkennir
íþrótt þessa, þróaðist, þegar japanir