Úrval - 01.10.1976, Side 22
20
URVAL
gerðu innrás á Okinawaeyju árið
1609 og gerðu upptæk öll hugsanleg
vopn á eyjunni. I mótmælaskyni
sýndu karate-iðkendur, hvernig
, ,vopn (kara) hinnar tómu (te) hand-
ar” gat varist ásókn spjóta og lamið
japönsku hermennina. Béýglaðir
skildir og sverð, sem sjá má í söfnum
á Okinawaeyju, bera vitni um áhrifa-
rikan árangur karate-íþróttarinnar.
Feður kenndu aðeins sonum sínum
karate-aðferðirnar, og menn neituðu
því, jafnvel gagnvart nágrönnum
sínum, að þeir þekktu nokkurð til
karate. Það var ekki fyrr en árið 1915,
að karate-meistari einn á Okinawa,
Gichin Funakoshi að nafni, sýndi
sumar aðferðirnar á meginlandi Jap-
an. En hin hefðbundna leynd var í
heiðri höfð í slíkum mæli alls staðar,
að engar upplýsingar um karate var
að fínna jafnvel í hinum yfirgrips-
mestu handbókum og upplýsinga-
ritum.
Bandarískir hermenn, sem ving-
uðust við karate-iðkendur (karateka)
í Japan, á Okinawa, í Kóreu og
Indó-Kína, lærðu samt sumar karate-
aðferðirnar. Á sjöunda áratug þessar-
ar aldar gerðist það, að nokkrir
karate-fræðingar, sem sáu fyrrverandi
hermenn sýna aðferðir þessar, tóku
að slaka á leyndarkröfunum og
byrjuðu að kenna „ómertgað” karate
hverjum þeim sem hafa vildi. Síðan
hefur karate-íþróttin breiðst út með
slíkum hraða um allan heim, að nú er
jafnvel verið að bollaleggja að taka
hana upp sem keppnisíþrótt á Olym-
píuleikunum. Nú þegar tekur 41
þjóð þátt í alheimskeppni meðal
handhafa svarta beltisins og sendir
sína bestu meistara til þeirrar keppni.
En leiðin til heimsmeistaratitilsins
er æði löng, og á þeirri leið leynast
ýmsar hættur fyrir byrjendur í list-
inni. í löndum, þar sem ríkir gömul
hefð, hvað karate snertir, er mjög
færum handhöfum svarta beltisins
einum leyft að kenna íþrótt þessa, en
í Bandaríkjunum getur hver sem er
sett á laggirnar karate- eða kung-fu
skóla. Ef þú ert að hugsa um að fara á
slíkt námskeið, skaltu vara þig á
mikið auglýstum skólum, sem leggja
allt of mikla áherslu á plankabrot eða
krefjast langs samningstímabils og
gefa í skyn, að slíkt tryggi byrjanda
svarta beltið. Aðeins mjög fáum af
hverjum hundrað nemendum bestu
skólanna tekst að krækja í svarta
beltið. Ábyrgir kennarar halda því
fram, að byrjandi ætti heldur að velja
skóla, sem krefst þess aðeins, að hann
greiði fyrir nokkrar kennslustundir í
einu, eða leyflr honum jafnvel að
horfa á kennsluna í byrjun, áður en
hann tekur ákvörðun.
Svo að unnt sé að minnka mögu-
leikana á meiðslum, skaltu velja
skóla, þar sem kennararnir starfa
samkvæmt austurlenskum hefðum,
þar sem áhersla er lögð á, að ekki
skuli beitt ofbeldi. Þeir leyfa nem-
endum ekki að slá til nokkurs manns,
fyrr en þeir hafa hlotið rækilegan
undirbúning. I skólum, það sem
skortir réttmætt eftirlit, er nemend-