Úrval - 01.10.1976, Side 30
28
URVAL
„Ég skal borga þér 100 dollara,”
greip ég fram í. Ég gat alls ekki stillt
mig.
Litli maðurinn leit í kringum sig.
Hann virtist reiður. ,,Við skulum
segja hundrað tuttugu og fímm!”
hrópaði hann.
Það kom vonleysissvipur á andlit
herra Hernández.
„Hundrað tuttugu og fímm!”
endurtók litli maðurinn. „Tekurðu
því?”
,,Allt í lagi,” svaraði herra Herán-
dez. ,,En ég segi þér, að hesturinn er
ekki alltaf í lagi.”
Það var lagt á litlu hryssuna, og
nýji eigandinn sveiflaði sér í hnakk-
inn og beindi henni í áttina að
hliðinu.
Hann var greinilega ánægður og í
þann veginn að segja eitthvað, þegar
hryssan gekk beint á hliðstólpann og
hafði næstum misst riddarann af
baki.
Þegar litli maðurinn hafði náð
jafnvæginu aftur stökk hann af baki
og fór að athuga augu hryssunar.
Herra Hernández fylgdist kuldalega
með honum. Svo kom hár skrækur
frá litla manninum. „Helvítis merin
er blind.”
Herra Hernández kallaði eyðilagð-
ur yfir réttina: ,,Ég sagði þér það! Ég
sagði þér það! Hve oft var ég ekki
þúin að segja þér það?”
Andartaksstund var mikil spenna í
loftinu. Svo fór einhver hrossakaup-
mannanna að krimta og svo voru allir
farnir að hlæja. Að lokum gerði litli
maðurinn það líka. Hann hristi
höfuðið yfrir mistökunum. „Viltu
enn fá hana á hundrað?” kallaði
hann til mín.
,,Nei,” svaraði ég fljótmæltur.
„Bjóddu honum 25 dollara,”
sagði pabbi.
,,En hún er blind.”
,,Hún hefur augnbólgur sem gera
hana blinda við og við,” svaraði
pabbi. „Hernández sagði mér frá
henni í gærkvöldi. Hún er blind
stutta stund í einu. Hún getur orðið
alveg blind og það getur verið að hún
komist yfír þetta. En hvað sem því
líður getur hún eignast
folöld.”
,,Hvað segirðu um tuttugu og
fímm?” hrópaði ég.
, ,Þú færð hana, ” sagði litli maður-
inn. Ég kallaði hana ,,Sadie” og við
settum hana upp á bílinn. Við
kvöddum Hernández fjölskylduna og
lögðum af stað heimleiðis. Eftir
dálitla stund sagði ég: „Veistu það,
pabbi, að búgarðurinn hans Hernán-
dez er alveg eins og sá sem ég hafði
hugsað mér að eignast einhvern-
tíma?”
„Svona stað eignast maður ekki
nema vinna hörðum höndum fyrir
honum,” sagði pabbi. ,,Og í fram-
haldi af því að vinna hörðum
höndum. Þú þatft að fara á hverjum
degi til að fóðra og vatna Sadie.
Hversvegna tekurðu ekki jörðina
okkar að þér? Ég leigi þér hana. Ég
skal sjá um kostnaðinn en þú vinnur
verkin. Þú færð 20% af ágóðanum.